Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:12:34 (3368)

2001-12-14 15:12:34# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:12]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég get að mörgu leyti tekið undir með hv. þm. um að koma eigi með almenna lausn. En mér þykir undarlegt að hv. þm. sem er fulltrúi á löggjafarsamkundu þjóðarinnar sé að ákalla framkvæmdarvaldið til að fá lagasetningu. Af hverju sest ekki hv. þm. niður með öðrum þingmönnum og semur lög um þetta sjálfur og fær þau samþykkt?