Húsnæðismál

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:30:17 (3379)

2001-12-14 15:30:17# 127. lþ. 56.11 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:30]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg með ólíkindum að hlusta á hv. þm. Guðmund Árna Stefánsson. Annaðhvort skilur hann ekki hlutina eða vill ekki skilja þá. Ég bara bendi honum á að afla sér upplýsinga hjá Íbúðalánasjóði um hve mörg viðbótarlán hafa verið veitt á ári síðan Íbúðalánasjóður var settur á stofn og hve mörg lán til leiguíbúða og bera það saman við fjölda lána til félagslegra eignaríbúða, kaupleiguíbúða og leiguíbúða á síðustu árum Húsnæðisstofnunar.