Girðingarlög

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 15:49:37 (3386)

2001-12-14 15:49:37# 127. lþ. 56.12 fundur 180. mál: #A girðingarlög# (heildarlög) frv. 135/2001, Frsm. DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 56. fundur, 127. lþ.

[15:49]

Frsm. landbn. (Drífa Hjartardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Í brtt. frá hv. landbn. við 5. gr. kemur í stað orðanna ,,Neiti sá`` í 5. málsl. ,,Neiti sá eða þeir``. Og við lokamálslið bætist: ,,... enda hafi ekki verið reist dýrari girðing en úrskurðaraðilar töldu nauðsynlegt``. Þetta er algjör jafnræðisregla sem hefur verið í lögum og við erum að útvíkka hana, hv. þm., með því að hægt sé að breyta kostnaðarhlutdeildinni ef þannig fer, og við erum að bæta þarna við því að sýslumaður geti útnefnt mann í gerðardóm ef á þarf að halda. Þannig að ég tel að við eigum alls ekki að samþykkja þessa brtt.