Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 415  —  328. mál.




Skýrsla



fjármálaráðherra um þróun lífeyrismála 1998–2001.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)



I.     INNGANGUR

A.     Lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
    Árið 1997 samþykkti Alþingi ný lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997 — lífeyrislögin. Með lögunum var í fyrsta sinn sett heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða. Þar er að finna ákvæði um skyldu launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga til þess að tryggja sér tiltekin lífeyrisréttindi, ákvæði um iðgjaldsstofn, ítarleg ákvæði um hvaða lágmarksréttindi lífeyrissjóðum ber að veita sjóðfélögum og öðrum rétthöfum á grundvelli greiddra iðgjalda og ákvæði um eftirlit ríkisskattstjóra með því að iðgjöld séu greidd. Í lögunum eru einnig reglur um starfsemi lífeyrissjóða svo sem um hæfi stjórnenda, innra eftirlit, úttekt á greiðsluhæfi sjóðanna, fjárfestingar, gerð ársreikninga og eftirlit með starfsemi sjóðanna. Þá er það nýmæli í lögunum að settar eru sérstakar reglur um lífeyrissparnað sem veitir einstaklingum möguleika á að mynda viðbótarlífeyrissparnað í formi bundinna innláns- eða verðbréfareikninga og/eða með kaupum á tryggingum.
    Fjármálaráðherra fer með framkvæmd laganna og veitir lífeyrissjóðum starfsleyfi, en eftirlit með starfsemi sjóðanna er í höndum Fjármálaeftirlitsins.

B.     Ákvæði um úttekt á þróun lífeyrismála í framhaldi af samþykkt laganna.
    Með ákvæði nr. II til bráðabirgða við lífeyrislögin var mælt fyrir um að fjármálaráðherra skyldi á árinu 2001 láta gera skýrslu um þróun lífeyrismála í framhaldi af samþykkt laganna. Í skýrslunni skyldi sérstaklega fjalla um hvernig lífeyrissjóðir hafa breytt samþykktum sínum og boðið sjóðfélögum upp á fleiri valmöguleika í samsetningu lífeyrisréttinda sinna, sbr. 4. gr. laganna. Í því sambandi var tekið fram að eitt af markmiðum laganna væri að auka valmöguleika sjóðfélaganna. Í tilvitnaðri 4. gr. lífeyrislaganna er skilgreind sú lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóðum ber að tryggja jafnframt því sem lífeyrissjóðum er heimilað að ákveða lágmark tryggingaverndarinnar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyrisréttinda í séreign skv. II. kafla laganna og að hluta til í sameign skv. III. kafla laganna.
    Loks var tekið fram í bráðabirgðaákvæðinu að komi í ljós að lífeyrissjóðir hafi almennt ekki boðið upp á valmöguleika með hliðsjón af lágmörkum skv. 4. gr. skuli fjármálaráðherra láta, í samráði við hagsmunaaðila, undirbúa frumvarp til laga um breytingu á lögunum þannig að þetta markmið þeirra náist.

II.     UPPBYGGING LÍFEYRISRÉTTINDA

    Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir þróun lífeyrismála í framhaldi af samþykkt lífeyrislaganna. Einkum er lögð áhersla á að greina hvaða valmöguleikar standa einstaklingum til boða varðandi öflun lífeyrisréttinda og hvort þau markmið laganna, að auka möguleika þeirra á að mynda lágmarkstryggingavernd sína með samþættingu samtryggingar og séreignar, hafi náðst. Í viðauka I eru skilgreiningar á nokkrum mikilvægum hugtökum um lífeyrismál en í viðaukum II og III eru töflur yfir starfandi lífeyrissjóði þar sem fram koma margvíslegar upplýsingar um réttindakerfi sjóðanna. Í viðauka IV er yfirlit yfir skiptingu lífeyrisréttinda í séreign og í viðauka V er yfirlit yfir skiptingu eigna lífeyrissjóðanna og vörsluaðila lífeyrissparnaðar eftir réttindakerfum.
    Áður en fjallað verður nánar um mat á réttindaávinnslukerfum lífeyrissjóðanna er gerð lausleg grein fyrir þeim ákvæðum lífeyrislaganna sem lúta að réttindaávinnslu.

A.     Lágmarkstryggingavernd.
    Í 1. mgr. 2. gr. lífeyrislaganna er mælt fyrir um að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða skuli vera a.m.k. 10% af iðgjaldsstofni. Ákvæðið er efnislega samhljóða ákvæði eldri laga um sama efni 1 . Hins vegar var með lífeyrislögunum lögfest í fyrsta sinn skilgreining á þeirri lágmarkstryggingavernd sem hver lífeyrissjóður skal tryggja sjóðfélögum sínum, sbr. 4. gr. lífeyrislaganna. Þar er mælt fyrir um að lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir, miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds, skuli fela í sér 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í mánaðarlegan ellilífeyri ævilangt frá þeim tíma sem taka hans hefst og 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í örorkulífeyri á mánuði miðað við full réttindi til framreiknings samkvæmt lögunum. Það svarar til réttindaávinnslu sem nemur 1,4% af iðgjaldsstofni fyrir hvert ár. Einnig skal lágmarkstryggingavernd fela í sér að jafnað sé milli sjóðfélaga kostnaði vegna maka- og barnalífeyris samkvæmt ákvæðum laganna.
    Hverjum lífeyrissjóði ber að starfrækja samtryggingadeild, og eftir atvikum séreignadeild fyrir bundna séreign 2 , sem veiti að lágmarki réttindi til elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris eins og þau eru nánar skilgreind í III. kafla lífeyrislaganna. Lífeyrissjóði ber að tilgreina í samþykktum sínum það iðgjald sem þarf til að standa undir þeirri lágmarkstryggingavernd sem hann veitir.

B.     Samþætting séreignar og samtryggingar.
    Eins og að framan greinir er lífeyrissjóðum veitt heimild til að ákveða lágmark tryggingaverndar þannig að iðgjaldi sé varið að hluta til öflunar lífeyrisréttinda í sameign (þ.e. hefðbundin samtrygging sem veitir rétt til elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris) og að hluta til öflunar réttinda í séreign (þ.e. þeir fjármunir sem ráðstafað er í séreign renna óskiptir til viðkomandi einstaklings eða aðstandenda hans), sbr. 4. gr. lífeyrislaganna.

C.     Viðbótartryggingavernd.
    Til viðbótar lágmarkstryggingavernd getur sjóðfélagi svo áunnið sér viðbótartryggingavernd, allt eftir því hve hátt iðgjald hans til öflunar lífeyrisréttinda er.


D.     Lífeyrissparnaður.

    Í samræmi við II. kafla lífeyrislaganna er einstaklingum og sjálfstætt starfandi aðilum heimilt að gera samning um lífeyrissparnað við vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Slíkur sparnaður getur eftir atvikum falist í:
a)     séreignarhluta iðgjalds til lágmarkstryggingaverndar,
b)     þeim hluta lágmarksiðgjalds sem er umfram iðgjald til lágmarkstryggingaverndar,
c)     viðbótarframlagi samkvæmt ákvörðun rétthafa.

E.     Ráðstöfun iðgjalds til öflunar lífeyrisréttinda — Aðild að lífeyrissjóði.
    Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. lífeyrislaganna skal aðild að lífeyrissjóði fara eftir þeim kjarasamningi sem ákvarðar lágmarkskjör í hlutaðeigandi starfsgrein eða sérlögum ef við á. Taki kjarasamningur ekki til viðkomandi starfssviðs eða séu ráðningarbundin starfskjör ekki byggð á kjarasamningi velur viðkomandi einstaklingur sér lífeyrissjóð eftir því sem reglur einstakra sjóða leyfa. Aðild að lífeyrissjóði skal ávallt tiltaka í skriflegum ráðningarsamningi. Reyndin er sú að í flestum tilvikum er mælt fyrir um skylduaðild launamanna að tilteknum lífeyrissjóði í kjarasamningum.
    Þegar um skylduaðild að lífeyrissjóði er að ræða skal starfsmaður greiða það iðgjald til sjóðsins sem mælt er fyrir um í samþykktum hans sem er þá efnislega samhljóða ákvæði þess kjarasamnings sem mælir fyrir um aðild að viðkomandi lífeyrissjóði. Í þeim tilvikum þegar starfskjör eru ekki ákvörðuð í kjarasamningum er iðgjald til öflunar lífeyrisréttinda ákveðið í ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Hverjum launamanni og sjálfstætt starfandi einstaklingi ber þó ávallt að greiða að lágmarki 10% af launatekjum sínum í lífeyrissjóð sem hefur starfsleyfi fjármálaráðherra 3 . Sé ekki á annan hátt mælt fyrir um í kjarasamningum eða sérlögum, getur einstaklingur skipt iðgjaldi sínu á fleiri en einn lífeyrissjóð.
    Í þeim tilvikum þegar lífeyrissjóður skilgreinir samþættingu lágmarkstryggingaverndar þannig að hluti hennar byggir á bundinni séreign sjóðfélaga er sjóðfélögum heimilt að ráðstafa þeim hluta sem varið er í bundna séreign til annars aðila en viðkomandi lífeyrissjóðs 4 . Það sama gildir um viðbótartryggingaverndina, þ.e. þann hluta iðgjalds sem er umfram það sem þarf til að uppfylla lágmarkstryggingavernd eins og hún er skilgreind hjá viðkomandi lífeyrissjóði 5 .

F.     Dæmi um ráðstöfun iðgjalds til öflunar lífeyrisréttinda.
    Samkvæmt lífeyrislögunum getur skipting iðgjalds til öflunar lífeyrisréttinda verið með ýmsum hætti. Almennt má þó segja að lífeyrissjóðirnir fari að meginstefnu til tvær leiðir í þessum efnum. Hér er gerð grein fyrir því með hvaða hætti flestir lífeyrissjóðirnir skipta 10% lágmarksiðgjaldinu.

i)     Iðgjaldi alfarið ráðstafað til samtryggingardeilda.
    Í langflestum sjóðum með skylduaðild er öllu lágmarksiðgjaldinu varið til öflunar lífeyrisréttinda í samtryggingu. Sjóðfélagar ávinna sér þannig hlutdeild í samtryggingardeild viðkomandi lífeyrissjóðs. Eðli samtryggingadeildar er það að ekki eru bein tengsl á milli framlags til öflunar lífeyrisréttinda og þess sem sjóðfélagi, eða eftir atvikum maki hans eða börn, fá greitt í lífeyri. Það byggir á því að sjóðfélaga er tryggður ellilífeyrir til æviloka og eftir atvikum réttur til framreiknings vegna örorku. Þá er kostnaður samtryggingadeildar vegna maka- og barnalífeyris borinn sameiginlega af sjóðfélögum án tillits til þess hvort þeir eigi maka eða börn.
    Flestir lífeyrissjóðirnir sem fara þessa leið byggja á stigakerfi, þ.e. sjóðfélagi ávinnur sér rétt til lífeyris án tillits til aldurs þegar hann greiðir iðgjald til sjóðsins. Nokkrir lífeyrissjóðir bjóða hins vegar upp á aldurstengdar deildir. Í þeim deildum er réttindaöflunin háð aldri sjóðfélagans þ.e. hún fer eftir því hversu lengi iðgjaldið verður í ávöxtun hjá viðkomandi lífeyrissjóði. Þá byggja lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður bankamanna að hluta til á hlutfallsdeildum (sbr. B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins), þ.e. þá vinna sjóðfélagar sér inn réttindi sem eru hlutfall af launum þeirra 6 .

ii)     Lágmarkstryggingavernd samþætt úr samtryggingu og bundinni séreign.
    Nokkrir lífeyrissjóðir bjóða upp á samþættingu lágmarkstryggingaverndar í samtryggingu og séreign.
    Með samþættingu í séreign og samtryggingu er átt við að iðgjaldi til öflunar lífeyrisréttinda er að hluta til ráðstafað í samtryggingadeild og að hluta í séreignardeild (svo kallaða bundna séreign). Þegar til greiðslu lífeyris kemur fær sjóðfélagi bæði greiðslu úr samtryggingadeild og af séreign sinni sem samanlagt tryggja honum lágmarkstryggingu eins og hún er skilgreind af viðkomandi lífeyrissjóði. Í þeim tilvikum sem sjóðfélagi fellur frá áður en hann hefur fengið greidda út alla séreign sína fellur hún til erfingja hans og skiptist eftir ákvæðum erfðalaga.
    Ef ekki reynist nauðsynlegt að verja öllu lágmarksiðgjaldinu, þ.e. 10%, til öflunar lágmarkstryggingaverndar, er því sem umfram er varið í frjálsa séreign skv. II. kafla lífeyrislaganna.


III.     GREINING LÍFEYRISSJÓÐANNA

A.     Flokkun lífeyrissjóða. 7
    Í viðaukum II og III við skýrslu þessa eru yfirlit yfir starfandi lífeyrissjóði. Þar kemur fram að í árslok 2000 höfðu 56 lífeyrissjóðir starfsleyfi fjármálaráðherra. Af þeim tóku 45 sjóðir enn við iðgjöldum. Þar af buðu 7 upp á lágmarkstryggingavernd í formi samþættingar séreignar og samtryggingar en 38 höfðu lágmarkstrygginguna alfarið í samtryggingu. Þá buðu 26 lífeyrissjóðir upp á samning um lífeyrissparnað. Að auki buðu 34 aðrir vörsluaðilar lífeyrissparnaðar en lífeyrissjóðir upp á lífeyrissparnað (þ.e. bankar, sparisjóðir, verðbréfafyrirtæki og líftryggingafélög).
    Yfirlit yfir skiptingu á lífeyrissjóðunum (ítarlegri sundurliðun er í viðaukum II og III):

Starfandi lífeyrissjóðir 56
Lífeyrissjóðir sem taka á móti iðgjöldum 45
Lífeyrissjóðir sem taka á móti iðgjöldum, og eru með lágmarkstryggingavernd alfarið í samtryggingu 38
Lífeyrissjóðir sem bjóða upp á samþættingu lágmarkstryggingaverndar í samtryggingu og séreign 7
Lífeyrissjóðir sem bjóða upp á lífeyrissparnað 26
Lífeyrissjóðir með stigakerfi og jafna réttindaávinnslu 35
Lífeyrissjóðir með hlutfallskerfi 17
Lífeyrissjóðir með aldurstengt kerfi 12

    Eins og fram hefur komið varð sú breyting með lífeyrislögunum að nú ber öllum lífeyrissjóðum að veita sjóðfélögum sínum tiltekna lágmarkstryggingavernd miðað við tilteknar forsendur 8 . Þau lágmarksréttindi sem sjóðunum ber að veita eru útfærð í III. kafla lífeyrislaganna.
    Almennt má segja að þeir lífeyrissjóðir sem skylduaðild var að við gildistöku laganna, og byggðu réttindaávinnslu eingöngu á samtryggingu, hafi ekki gert breytingar á réttindakerfum sínum. Þeir séreignarlífeyrissjóðir sem störfuðu fyrir gildistöku laganna og byggðu réttindaávinnslu sína á séreign hafa nú tekið upp samtryggingardeildir í samræmi við ákvæði lífeyrislaganna. Réttindaávinnslu þessara sjóða er hins vegar þannig háttað að þeir bjóða sjóðfélögum sínum upp á lágmarkstryggingavernd með samþættingu samtryggingar og séreignar.
    Miðað við eignir lífeyrissjóða í árslok 2000 voru eignir þeirra sjóða sem bjóða lágmarkstryggingavernd í formi samþættingar séreignar og samtryggingar 6,32% af hreinni eign allra lífeyrissjóða en hrein eign þeirra sjóða sem mynda lágmarkstryggingaverndina alfarið í samtryggingu var 93,68%. Hrein eign sjóða sem hættir voru að taka við iðgjöldum var 1,67% af hreinni eign lífeyrissjóða.
    Hvað aldurstengda réttindaávinnslu varðar má geta þess að 12 lífeyrissjóðir hafa tekið upp deildir með aldurstengdri réttindaávinnslu. Þar af eru þrír lífeyrissjóðir sem skylduaðild er að, tveir faggreinasjóðir með frjálsa aðild, og 6 lífeyrissjóðir sem byggja á frjálsri aðild sem eru stofnaðir og reknir af verðbréfafyrirtækjum. Einnig býður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga upp á aldurstengda réttindaávinnslu í valdeild sjóðsins. Yfirlit yfir þá lífeyrissjóði sem bjóða upp á aldurstengda réttindaávinnslu er í viðauka II.

B.     Lífeyrisréttindi í séreign.
    Alls buðu 60 aðilar upp á samninga um lífeyrissparnað í árslok 2000, 26 lífeyrissjóðir, 3 bankar, 24 sparisjóðir, 5 verðbréfafyrirtæki og 2 líftryggingafélög.
    Þar sem skammt eru um liðið síðan farið var að bjóða upp á samninga um lífeyrissparnað er nokkrum örðugleikum háð að meta með hvaða hætti slíkur sparnaður mun hafa áhrif á myndun lífeyrisréttinda einstaklinga þegar til lengri tíma er litið. Til þess að gefa nokkra mynd af stöðunni má þó geta þess að samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins var innstæða á reikningum fyrir lífeyrissparnað hjá vörsluaðilum lífeyrissparnaðar um 3,9 milljarðar kr. í árslok 2000 á móti 1,6 milljörðum kr. í lok árs 1999 og hafði því vaxið um 144% á milli ára. Á sama tíma óx hrein eign lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila lífeyrissparnaðar um u.þ.b. 10% eða úr 518 milljörðum í 568 milljarða. Hrein eign til greiðslu lífeyrissparnaðar var 0,30% af hreinni eign lífeyriskerfisins í árslok 1999 en hafði vaxið í um 0,68% í árslok 2000. Þegar lífeyrisréttindi í formi lífeyrissparnaðar eru metin sem hlutfall af eignum almenna lífeyriskerfisins ber að hafa í huga að eignir almenna lífeyriskerfisins hafa byggst upp á rúmum þremur áratugum en samningar um lífeyrissparnað hafa einungis verið í boði frá ársbyrjun 1999.
    Þá töldu, samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra, um 32.500 framteljendur fram greiðslur til lífeyrissparnaðar árið 1999, samtals um kr. 1,4 milljarðar, en heildarfjöldi framteljanda var þá um 217 þúsund einstaklingar. Árið 2000 töldu hins vegar um 46.800 einstaklingar fram greiðslur til lífeyrissparnaðar, samtals um kr. 2,5 milljarða, en þá varð heildarfjöldi framteljanda um 221 þúsund einstaklingar. Fjöldi þeirra sem töldu fram greiðslur í lífeyrissparnað óx þannig um tæp 45% á milli ára og fjárhæð greidd til lífeyrissparnaðar hækkaði um tæp 79%. Iðgjöld til lífeyrissparnaðar sem hlutfall af heildariðgjöldum til lífeyrissjóða var um 3,2% árið 1999 en hækkaði í 5,1% árið 2000 9 .
    Með hliðsjón af þessu og öðrum fyrirliggjandi gögnum má gera ráð fyrir að hlutfall lífeyrissparnaðar í heildareign lífeyriskerfisins eigi eftir að halda áfram að vaxa á næstu árum.

IV.     SAMEINING LÍFEYRISSJÓÐA
    Frá því að lífeyrislögin voru samþykkt hafa níu lífeyrissjóðir sameinast öðrum lífeyrissjóðum. Því til viðbótar hafa nokkrir sveitarfélagasjóðir falið Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga rekstur sjóðanna. Einnig hefur nokkur þróun orðið í þá átt að verðbréfafyrirtæki hafa tekið að sér daglegan rekstur lífeyrissjóða.
    Yfirlit yfir sameiningu lífeyrissjóða:     
     *      Lífeyrissjóður Félags íslenskra leikara sameinaðist lífeyrissjóðnum Einingu.
     *      Lífeyrissjóður leigubifreiðastjóra sameinaðist Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda.
     *      Lífeyrissjóður starfsmanna Sjóvátryggingafélags Íslands sameinaðist Lífeyrissjóði verslunarmanna.
     *      Lífeyrissjóður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja sameinaðist lífeyrissjóðnum Einingu.
     *      Lífeyrissjóður blaðamanna sameinaðist Lífeyrissjóði verslunarmanna.
     *      Lífeyrissjóður Félags íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli sameinaðist lífeyrissjóðnum Einingu.
     *      Lífeyrissjóður KEA sameinaðist Lífeyrissjóði Norðurlands.
     *      Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra sameinaðist Lífeyrissjóði Norðurlands.
     *      Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík sameinaðist Lífeyrissjóði Suðurnesja.


V.     NIÐURSTAÐA

A.     Almennt.
    Með samþykkt lífeyrislaganna varð umtalsverð breyting á starfsumhverfi íslenskra lífeyrissjóða. Í samþykktum sem sjóðirnir hafa sett sér í samræmi við ákvæði laganna er, innan þess svigrúms sem lífeyrislögin heimila, mælt fyrir um iðgjald til lágmarkstryggingaverndar, réttindi sjóðfélaga, rekstur sjóðanna, hlutverk stjórnenda þeirra, fjárfestingastefnu og innra eftirlit með starfseminni.
    Öllum lífeyrissjóðum ber nú að gera tryggingafræðilega úttekt árlega þar sem staða sjóðanna er metin með tilliti til getu þeirra til að standa við framtíðarskuldbindingar sínar. Í þeim tilvikum sem sjóður á eignir umfram skuldbindingar eða fyrirsjáanlegt er að hann geti ekki staðið við framtíðarskuldbindingar sínar ber honum að grípa til tiltekinna ráðstafana 10 . Með því er komið í veg fyrir að greiðsluvandi sjóðanna verði óviðráðanlegur eða eftir atvikum að hann safni eignum langt umfram skuldbindingar.
    Eins og fram hefur komið er í lífeyrislögunum og samþykktum fyrir lífeyrissjóði mælt fyrir um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða. Markmiðið með þessum reglum er að stuðla að því að sjóðirnir nái góðri og tryggri ávöxtun til lengri tíma litið að teknu tilliti til áhættu. Í því skyni að auka svigrúm sjóðanna til að nýta þau fjárfestingatækifæri sem þeir meta hagstæðust fyrir sjóðina á hverjum tíma voru heimildir lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í einstökum flokkum verðbréfa og erlendum gjaldmiðlum rýmkaðar nokkuð með lögum nr. 56/2000. Frá gildistöku lífeyrislaganna hefur orðið veruleg breyting á samsetningu eignarsafns lífeyrissjóðanna í þá veru að nú er lögð aukin áhersla á fjárfestingar í hlutabréfum sem og erlendum verðbréfum. Núverandi ákvæði um fjárfestingar veita lífeyrissjóðunum verulegt svigrúm til þess að haga samsetningu eignasafna sinna með þeim hætti að góðri ávöxtun verði náð að teknu tilliti til áhættu. Reglur um fjárfestingar lífeyrissjóða eru hins vegar þess eðlis að þær þarf að skoða í ljósi aðstæðna á hverjum tíma. Í skýrslu þessari er ekki fjallað sérstaklega um fjárfestingar lífeyrissjóða en bent skal á að ítarleg úttekt er gerð á fjárfestingum sjóðanna og ávöxtun þeirra í ársreikningabókum lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið tekur saman.
    Eins og fram kemur í kafla IV hefur nokkuð verið um sameiningu lífeyrissjóða og samvinnu einstakra sjóða um rekstur sjóðanna. Í flestum tilvikum er þó um að ræða að fremur smáir sjóðir hafa sameinast stærri sjóðum. Sameining lífeyrissjóða er almennt til þess fallin að stuðla að hagkvæmari rekstri lífeyriskerfisins og auka möguleika sjóðanna á að nýta sér sérfræðiþekkingu við rekstur sjóðanna.

B.     Samspil samtryggingar og séreignar.

i)     Almennt.
    Lífeyrissjóðir hafa almennt ekki farið þá leið að bjóða upp á lágmarkstryggingavernd með samþættingu samtryggingar og séreignar, sbr. upplýsingar í viðaukum II og III. Þannig bjóða einungis 7 af þeim 45 sjóðum sem taka við iðgjöldum upp á lágmarkstryggingavernd með þessum hætti. Af þessum 7 sjóðum eru 5 stofnaðir og reknir af verðbréfafyrirtækjum og 2 tiltölulega smáir starfsgreinasjóðir sem reknir eru af verðbréfafyrirtæki. Þá eru 12 11 sjóðir lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna. Loks eru það 26 sjóðir sem flestir byggja réttindaákvæði samþykkta sinna á grundvelli samnings Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands um lífeyrismál frá 1995.
    Eins og að framan er rakið er í ákvæði nr. II til bráðabirgða við lífeyrislögin tekið fram að eitt af markmiðum laganna sé að auka valmöguleika sjóðfélaganna við myndun lífeyrissparnaðar, m.a. þannig að þeim verði gefið færi á að mynda hluta af lágmarkstryggingaverndinni í séreign. Þá segir að komi í ljós að lífeyrissjóðir hafi almennt ekki boðið upp á valmöguleika með hliðsjón af lágmörkum skv. 4. gr. laganna (þ.e. samþætting lágmarkstryggingaverndar í sameign og séreign) skuli fjármálaráðherra láta, í samráði við hagsmunaaðila, undirbúa frumvarp um breytingu á lögunum þannig að þetta markmið þeirra náist.
    Meginmarkmiðið með 3. mgr. 4. gr. lífeyrislaganna var að stuðla að því að sjóðfélagar eigi kost á því að mynda hluta af lífeyrisréttindum sínum í séreign. Með því geta þeir tryggt að hluti áunninna lífeyrisréttinda þeirra renni beint til þeirra eða falli eftir atvikum til erfingja þeirra ef þeir hafa ekki nýtt þau að fullu fyrir andlát sitt.
    Í kjölfarið á setningu lífeyrislaganna hefur orðið mikil þróun í lífeyrissparnaði einstaklinga og óhætt að fullyrða að þátttaka almennings í þessu formi lífeyrisréttinda er mun almennari en gert var ráð fyrir. Þar vega eflaust þungt þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um tekjuskatt og eignarskatt sem lúta að skattfrestun á framlagi til lífeyrissparnaðar, ákvæði um mótframlag úr ríkissjóði (allt að 0,4% af launum) 12 og mótframlag vinnuveitenda samkvæmt kjarasamningum (allt að 2% af launum) 13 .
    Með því að nýta ákvæði lífeyrislaganna, skattalaga og ákvæði kjarasamninga um mótframlag vinnuveitanda getur launamaður varið því sem svarar til 16,4% af launum sínum til öflunar lífeyrisréttinda. Þar af greiðir launamaður sjálfur beint 8%, þ.e. 4% hefðbundið framlag til lágmarkstryggingarverndar og 4% sem hann getur varið í lífeyrissparnað. Á móti greiðir vinnuveitandi 6% mótframlag til lágmarkstryggingaverndar og 2% til lífeyrissparnaðar. Þá nemur mótframlag ríkissjóðs í formi lækkaðs tryggingagjalds allt að 0,4%.
    Með því að nýta sér samninga um lífeyrissparnað geta launþegar og sjálfstætt starfandi einstaklingar þannig hæglega byggt upp lífeyrissparnað sinn með þeim hætti að verulegur hluti hans sé myndaður í séreign þrátt fyrir að lágmarkstryggingaverndin sé alfarið í samtryggingu.

ii)     Samantekt.
    Eins og rakið hefur verið hér að framan er það eitt af markmiðum lífeyrislaganna að gefa sjóðfélögum í lífeyrissjóðum möguleika á að mynda hluta af lágmarkstryggingavernd sinni í séreign, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna og ákvæði II til bráðabirgða. Ljóst er að lífeyrissjóðirnir hafa almennt ekki farið þá leið að bjóða sjóðfélögum sínum upp á slíka samsetningu lágmarkstryggingarverndar. Þessu markmiði laganna hefur því ekki verið náð með þeim hætti sem stefnt var að. Hins vegar sýna tölur um hækkun inneignar á reikningum fyrir lífeyrissparnað að hlutur lífeyrissparnaðar í heildarsamsetningu lífeyrisréttinda vex hraðar en annars konar lífeyrisréttindi. Af því leiðir að sífellt hærra hlutfall lífeyrisréttinda sjóðfélaga er í séreign án þess að það hafi áhrif á framlag til öflunar lífeyrisréttinda í samtryggingarsjóðum.
    Það er því meginniðurstaða þessarar skýrslu að almenn þátttaka í lífeyrissparnaði, mótframlag ríkisins og vinnuveitenda samhliða fjölbreyttu framboði af samningum um lífeyrissparnað hafi leitt til þess að launamenn og sjálfstætt starfandi einstaklingar eigi nú almennt raunhæfan möguleika á því að byggja lífeyrissparnað sinn upp með samþættingu samtryggingar og séreignar, þrátt fyrir að það hafi gerst með nokkuð öðrum hætti en gert var ráð fyrir við setningu lífeyrislaganna. Einnig er vert að hafa í huga að stutt reynsla er komin á framkvæmd laganna, eða frá 1. júlí 1998, og því viðbúið að lífeyrissjóðirnir hafi ekki að fullu lagað starfsemi sína að breyttu lagaumhverfi.
    Það er því mat fjármálaráðherra að ekki sé ástæða til þess að gera sérstakar breytingar á lífeyrislögunum vegna ákvæðis nr. II til bráðabirgða við lífeyrislögin.


VI.     VIÐAUKAR

Viðauki I - Skilgreiningar.
    Með lífeyrislögunum og reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra hafa verið skilgreind nokkur mikilvæg hugtök varðandi lífeyrismál. Til glöggvunar er gerð grein fyrir nokkrum þeirra hér:
     *      Lágmarksiðgjald: Iðgjald sem nemur a.m.k. 10% af iðgjaldsstofni og ákveðið er í sérlögum, kjara- eða ráðningarsamningi eða með öðrum sambærilegum hætti.
     *      Lágmarkstryggingarvernd: Sú tryggingarvernd sem lífeyrissjóður veitir samkvæmt lögum eða samþykktum sínum miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds.
     *      Lífeyrissjóður: Félag eða stofnun sem veitir viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli til æviloka, örorku eða andláts samkvæmt nánari ákvæðum I. til III. kafla lífeyrislaganna 14 .
     *      Lífeyrissparnaður: Lífeyrissparnaður er í daglegu tali oft nefndur viðbótarlífeyrissparnaður eða séreignarsparnaður. Lífeyrissparnaður getur farið inn á bundinn reikning eða til kaupa á sparnaðartryggingu. Um hann gilda ákvæði II. kafla lífeyrislaganna.
     *      Iðgjald til lágmarkstryggingarverndar: Það iðgjald sem lífeyrissjóður reiknar að þurfi til að standa undir lágmarkstryggingarvernd.
     *      Iðgjaldsstofn 15 : Iðgjaldsstofn er að meginstefnu til sá sami og tekjuskattsstofn samkvæmt lögum um tekju og eignarskatt 16 , þ.e. heildarfjárhæð greiddra launa og endurgjalds fyrir hvers konar vinnu, starf og þjónustu.
     *      Séreignarhluti iðgjalds til lágmarkstryggingarverndar: Sá hluti iðgjalds sem renna skal til séreignarmyndunar þegar lífeyrissjóður skilgreinir hluta lágmarkstryggingarverndar með séreignarréttindum.
     *      Viðbótariðgjald: Iðgjald umfram lágmarksiðgjald.
     *      Viðbótartryggingarvernd: Sú tryggingarvernd sem er umfram þá lágmarkstryggingarvernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu iðgjalds samkvæmt sérstökum samningi við vörsluaðila lífeyrissparnaðar.
     *      Vörsluaðilar lífeyrissparnaðar: Þeir aðilar sem heimild hafa skv. 3. mgr. 8. gr. lífeyrislaganna til að stunda starfsemi skv. II. kafla laganna og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd. Þessir aðilar eru lífeyrissjóðir, bankar, sparisjóðir, líftryggingafélög og verðbréfafyrirtæki sem starfa skv. 8. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti, og hafa starfsstöð hér á landi.


Viðauki II – Yfirlit yfir réttindakerfi lífeyrissjóða o.fl.
R éttinda ávinnslukerfi a
Fjárhæðir í þús. kr. Hrein eign 31.12.2000


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



1 L ífeyrissj ó ður verslunarmanna 85.686.756 15,14% 1 1 1
2 L ífeyrissj ó ður starfsmanna r íkisins 76.087.894 13,44% 1 1 1 1 1
3 L ífeyrissj ó ðurinn Frams ýn 48.084.460 8,49% 1 1 1
4 Sameina ði l ífeyrissj ó ðurinn 42.083.354 7,43% 1 1 1 1
5 L ífeyrissj ó ður sj ómanna 41.161.796 7,27% 1 1 1
6 L ífeyrissj ó ður Nor ðurlands 19.504.233 3,45% 1 1 1
7 S öfnunarsj ó ður l ífeyrisr éttinda 19.242.729 3,40% 1 1 1
8 L ífeyrissj ó ður bankamanna 17.598.639 3,11% 1 1 1
9 L ífeyrissj ó ðurinn L ífi ðn 16.277.233 2,88% 1 1 1
10 Samvinnul ífeyrissj ó ðurinn 15.604.177 2,76% 1 1 1 1
11 Lífeyrissjóður Austurlands 13.854.583 2,45% 1 1 1 b
12 L ífeyrissj ó ður Vestfir ðinga 12.238.128 2,16% 1 1 1
13 L ífeyrissj ó ður l ækna 11.742.474 2,07% 1 1
14 L ífeyrissj ó ður b ænda 11.518.068 2,03% 1 1
15 L ífeyrissj ó ður Su ðurnesja 11.013.506 1,95% 1 1 1 b
16 L ífeyrissj ó ður verkfr æ ðinga 10.643.355 1,88% 1 1 1
17 L ífeyrissj ó ður Vestmannaeyja 10.045.949 1,77% 1 1 1
18 Frj álsi l ífeyrissj ó ðurinn 8.862.557 1,57% 1 1 1 1
19 Almennur l ífeyrissj ó ður V ÍB 8.503.536 1,50% 1 1 1 1
20 L ífeyrissj ó ður hj úkrunarfr æ ðinga 7.504.773 1,33% 1 1 1
21 L ífeyrissj ó ður Vesturlands 7.189.224 1,27% 1 1 1
22 Eftirlaunasj ó ður F ÍA 6.772.942 1,20% 1 1 1
23 L ífeyrissj ó ðurinn Eining 6.457.411 1,14% 1 1 1 1
24 L ífeyrissj. starfsm. B úna ðarbanka Ísl. hf. 6.070.779 1,07% 1 1
25 L ífeyrissj ó ður arkitekta og t æknifr æ ðinga 5.557.692 0,98% 1 1 1 1
26 L ífeyrissj ó ður Su ðurlands 5.212.574 0,92% 1 1
27 Íslenski l ífeyrissj ó ðurinn 4.023.613 0,71% 1 1 1 1
28 L ífeyrissj ó ður verkal ý ðsf él. á nor ðurl. vestra 3.291.737 0,58% 1 1 1 c
29 L ífeyrissj ó ðurinn Hl íf 3.214.728 0,57% 1 1 1
30 L ífeyrissj ó ður K.E.A. 3.100.530 0,55% 1 1 1 c
31 L ífeyrissj. starfsm. Reykjav íkurborgar 3.006.691 0,53% 1 1 1 1
32 L ífeyrissj ó ður Eimskipaf élags Íslands hf. 2.521.493 0,45% 1
33 Eftirlaunasj ó ður starfsm. Íslandsbanka hf. 2.370.870 0,42% 1 1 1
34 L ífeyrissj ó ður Flugvirkjaf élags Íslands 1.993.434 0,35% 1
35 L ífeyrissj ó ður Bolungarv íkur 1.977.471 0,35% 1 1
36 L ífeyrissj ó ður Rang æinga 1.875.175 0,33% 1 1
37 L ífeyrissj ó ður starfsm. sveitarf élaga 1.483.263 0,26% 1 1 1 1
38 Eftirlaunasj. sl ökkvili ðsm. á Keflav íkurflugv. 1.438.769 0,25% 1
39 L ífeyrissj. starfsm. K ópavogskaupst. 1.349.222 0,24% 1 1 1
40 S éreignal ífeyrissj ó ðurinn 1.310.949 0,23% 1 1 1 1
R éttinda ávinnslukerfi a
Fjárhæðir í þús. kr. Hrein eign 31.12.2000


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



41 Eftirlaunasj. starfsm. Hafnarfjar ðarkaupst. 1.251.770 0,22% 1 1 1 1
42 L ífeyrissj ó ður Mj ólkursams ölunnar 1.185.732 0,21% 1
43 L ífeyrissj ó ður Tannl æknaf élags Íslands 1.068.012 0,19% 1 1 1 1
44 L ífeyrissj ó ður starfsm. Akureyrarb æjar 1.057.373 0,19% 1 1 1 1
45 L ífeyrissj ó ður Akraneskaupsta ðar 766.054 0,14% 1 1 1
46 Eftirlaunasj ó ður Sl áturf élags Su ðurlands 637.156 0,11% 1 1
47 Eftirlaunasj ó ður starfsm. Ol íuverslunar Ísl. 581.734 0,10% 1
48 Eftirlaunasj ó ður Reykjanesb æjar 467.592 0,08% 1 1 1
49 L ífeyrissj. starfsm. Ábur ðarv.smi ðju r íkisins 447.038 0,08% 1
50 L ífeyrissj ó ðurinn Skj öldur 417.759 0,07% 1
51 L ífeyrissj. starfsm. H úsav íkurkaupsta ðar 287.200 0,05% 1 1 1
52 L ífeyrissj ó ður Neskaupsta ðar 165.174 0,03% 1 1 1
53 Eftirlaunasj ó ður starfsm. Útvegsbanka Ísl. 109.293 0,02% 1 1
54 Tryggingasj ó ður l ækna 84.170 0,01% 1 1
55 L ífeyrissj. starfsm. Vestmannaeyjab æjar 76.119 0,01% 1 1 1
56 L ífeyrissj. starfsm. Reykjav íkurap óteks 8.910 0,00% 1
Samtals: 566.087.85 2 100% 35 17 12 28 14 45 7
a) Stigakerfi: I ðgj öld eru umreiknu ð í stig, óh á ð aldri sj ó ðf élagans.
Hlutfallskerfi: L ífeyrir er hlutfall af launum.
Aldursh á ð kerfi: I ðgj öld gefa mismunandi stig eftir aldri sj ó ðf élagans.
b) Hefur heimild til s éreignardeildar skv. sam þykktum en n ýtir hana ekki.
c) Sameina ðist L ífeyrissj ó ði Nor ðurlands 1. jan úar 2001.

Viðauki III – Flokkun lífeyrissjóða.
R éttinda ávinnslukerfi a)
Fj árh æ ðir í þ ús. kr. Hrein eign 31.12.2000


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



L ífeyrissj ó ðir sem bj ó ða upp á l ágmarkstryggingarvernd me ð sam þ ættingu s éreignar og samtryggingar
Frj álsi l ífeyrissj ó ðurinn 8.862.557 1,57% 1 1 1 1 Fj öldi
Almennur l ífeyrissj ó ður V ÍB 8.503.536 1,50% 1 1 1 1 7
L ífeyrissj ó ðurinn Eining 6.457.411 1,14% 1 1 1 1 Hlutfall
L ífeyrissj ó ður arkitekta og t æknifr æ ðinga 5.557.692 0,98% 1 1 1 1 af eign
Íslenski l ífeyrissj ó ðurinn 4.023.613 0,71% 1 1 1 1 6,32%
S éreignal ífeyrissj ó ðurinn 1.310.949 0,23% 1 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Tannl æknaf élags Íslands 1.068.012 0,19% 1 1 1 1
Almennir samtryggingasj ó ðir me ð 100% sj ó ðmynda ðar skuldbindingar
L ífeyrissj ó ður verslunarmanna 85.686.756 15,14% 1 1 1 Fj öldi
L ífeyrissj ó ðurinn Frams ýn 48.084.460 8,49% 1 1 1 26
Sameina ði l ífeyrissj ó ðurinn 42.083.354 7,43% 1 1 1 1
L ífeyrissj ó ður sj ómanna 41.161.796 7,27% 1 1 1 Hlutfall
L ífeyrissj ó ður Nor ðurlands 19.504.233 3,45% 1 1 1 af eign
S öfnunarsj ó ður l ífeyrisr éttinda 19.242.729 3,40% 1 1 1 75,34%
L ífeyrissj ó ður bankamanna 17.598.639 3,11% 1 1 1
L ífeyrissj ó ðurinn L ífi ðn 16.277.233 2,88% 1 1 1
Samvinnul ífeyrissj ó ðurinn 15.604.177 2,76% 1 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Austurlands 13.854.583 2,45% 1 1 1 b)
L ífeyrissj ó ður Vestfir ðinga 12.238.128 2,16% 1 1 1
L ífeyrissj ó ður l ækna 11.742.474 2,07% 1 1
L ífeyrissj ó ður b ænda 11.518.068 2,03% 1 1
L ífeyrissj ó ður Su ðurnesja 11.013.506 1,95% 1 1 1 b)
L ífeyrissj ó ður verkfr æ ðinga 10.643.355 1,88% 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Vestmannaeyja 10.045.949 1,77% 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Vesturlands 7.189.224 1,27% 1 1 1
Eftirlaunasj ó ður F ÍA 6.772.942 1,20% 1 1 1
L ífeyrissj. starfsm. B úna ðarbanka Ísl. hf. 6.070.779 1,07% 1 1
L ífeyrissj ó ður Su ðurlands 5.212.574 0,92% 1 1
L ífeyrissj ó ður verkal í ðsf él. nor ðurl. vestra 3.291.737 0,58% 1 1 1 c)
L ífeyrissj ó ðurinn Hl íf 3.214.728 0,57% 1 1 1
L ífeyrissj ó ður K.E.A. 3.100.530 0,55% 1 1 1 c)
L ífeyrissj ó ður Bolungarv íkur 1.977.471 0,35% 1 1
L ífeyrissj ó ður Rang æinga 1.875.175 0,33% 1 1
L ífeyrissj ó ður starfsm. sveitarf élaga 1.483.263 0,26% 1 1 1 1

R éttinda ávinnslukerfi a)
Fj árh æ ðir í þ ús. kr. Hrein eign 31.12.2000


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



L ífeyrissj ó ðir me ð bak ábyrg ð og enn taka vi ð i ðgj öldum
L ífeyrissj ó ður starfsmanna r íkisins 76.087.894 13,44% 1 1 1 1 1 Fj öldi
L ífeyrissj ó ður hj úkrunarfr æ ðinga 7.504.773 1,33% 1 1 1 11
L ífeyrissj. starfsm. Reykjav íkurborgar 3.006.691 0,53% 1 1 1 1
Eftirlaunasj ó ður starfsm. Íslandsbanka hf. 2.370.870 0,42% 1 1 1 Hlutfall
L ífeyrissj. starfsm. K ópavogskaupst. 1.349.222 0,24% 1 1 1 af eign
Eftirlaunasj. starfsm. Hafnarfjar ðarkaupst. 1.251.770 0,22% 1 1 1 1 16,67%
L ífeyrissj ó ður starfsm. Akureyrarb æjar 1.057.373 0,19% 1 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Akraneskaupsta ðar 766.054 0,14% 1 1 1
Eftirlaunasj ó ður Reykjanesb æjar 467.592 0,08% 1 1 1
L ífeyrissj. starfsm. H úsav íkurkaupsta ðar 287.200 0,05% 1 1 1
L ífeyrissj ó ður Neskaupsta ðar 165.174 0,03% 1 1 1
L ífeyrissj. starfsm. Vestmannaeyjab æjar 76.119 0,01% 1 1 1
Sj ó ðir sem ekki taka vi ð i ðgj öldum
L ífeyrissj ó ður Eimskipaf élags Íslands hf. 2.521.493 0,45% 1 Fj öldi
L ífeyrissj ó ður Flugvirkjaf élags Íslands 1.993.434 0,35% 1 11
Eftirl. sj. Sl ökkvili ðsm. á Keflav íkurflugv. 1.438.769 0,25% 1
L ífeyrissj ó ður Mj ólkursams ölunnar 1.185.732 0,21% 1 Hlutfall
Eftirlaunasj ó ður Sl áturf élags Su ðurlands 637.156 0,11% 1 1 af eign
Eftirlaunasj ó ður starfsm. Ol íuverslunar Ísl. 581.734 0,10% 1 1,67%
L ífeyrissj. starfsm. Ábur ðarverksm. r íkisins 447.038 0,08% 1
L ífeyrissj ó ðurinn Skj öldur 417.759 0,07% 1
Eftirlaunasj ó ður starfsm. Útvegsbanka Ísl. 109.293 0,02% 1 1
Tryggingasj ó ður l ækna 84.170 0,01% 1 1
L ífeyrissj. starfsm. Reykjav íkurap óteks 8.910 0,00% 1
Samtals: 566.087.852 100% 35 17 12 28 14 45 7
a) Stigakerfi: I ðgj öld eru umreiknu ð í stig, óh á ð aldri sj ó ðf élagans.
Hlutfallskerfi: L ífeyrir er hlutfall af launum.
Aldursh á ð kerfi: I ðgj öld gefa mismunandi stig eftir aldri sj ó ðf élagans.
b) Hefur heimild til s éreignardeildar skv. sam þykktum en n ýtir hana ekki.
c) Sameina ðist L ífeyrissj ó ði Nor ðurlands 1. jan úar 2001.

Viðauki IV – Yfirlit yfir séreign lífeyrissjóða og lífeyrissparnað vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Eign l ífeyrissj ó ða og v örslua ðila l ífeyrissparna ðar í formi l ífeyrissparna ðar
1999 2000 H ækkun milli ára í %
L ífeyrissj ó ðir 965.856.528 1.869.551.196 94%
A ðrir en l ífeyrissj. 613.033.794 2.016.269.795 229%
L ífeyrissparna ður samtals 1.578.890.322 3.885.820.991 146%
S éreign l ífeyrissj ó ða sem á ður voru a ð fullu s éreignarsj ó ðir 29.045.846.364 33.102.017.387 14%
S éreign samtals 30.624.736.686 36.987.838.378 21%



Viðauki V – Yfirlit yfir skiptingu á hreinni eign lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar 1999 og 2000.

1999 2000
Í þ ús. kr. % af Í þ ús. kr. % af H ækkun á
heildareign heildareign milli ára


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Stigakerfi 384.149.208 74,22% 401.510.641 70,68% 4,52%
Hlutfallskerfi 91.299.947 17,64% 103.967.413 18,30% 13,87%
Aldursh á ð kerfi 11.536.490 2,23% 25.638.251 4,51% 122,24%
Fyrrum s éreignarsj ó ðir 29.045.846 5,61% 33.102.017 5,83% 13,96%
L ífeyrissparna ður í l ífeyrissj ó ðum 965.552 0,19% 1.869.551 0,33% 93,63%
Hrein eign l ífeyrissj ó ða 31.12.2000 516.997.043 99,88 566.087.873 99,65% 9,50%
L ífeyrissparna ður - a ðrir en l ífeyrissj. 613.034 0,12% 2.016.269 0,35% 228,90%
Heildareign samtals 517.610.077 568.104.142 9,76%
Þar af l ífeyrissparna ður 1.578.586 0,30% 3.885.820 0,68% 146,16%

     1 Sbr. 4. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, með síðari breytingum.
     2 Þ.e. þegar lífeyrissjóður býður upp á lágmarkstryggingavernd í formi samþættingar á samtryggingu og séreign.
     3 Iðgjaldsstofn er skilgreindur í 3. gr. lífeyrislaganna.
     4 Þegar bundin séreign er greidd út er hún greidd út eftir reglum þess sjóðs sem tók við iðgjaldi til öflunar lágmarkstryggingaverndar í sameign, jafnvel þó séreignarhluti sameignarinnar hafi verið vistaður annars staðar.
     5 Þeir aðilar sem hér um ræðir eru svokallaðir vörsluaðilar lífeyrissparnaðar, og hafa þeir heimild fjármálaráðherra til að gera samninga um viðbótartryggingavernd og/eða lífeyrissparnaðar (séreignarsparnaðar). Þeir aðilar sem geta fengið slíkt leyfi eru viðskiptabankar, sparisjóðir, líftryggingafélög, verðbréfafyrirtæki og lífeyrissjóðir, sbr. 3. mgr. 8. gr. lífeyrislaganna.
     6 Það er nokkuð misjafnt eftir atvikum hver viðmiðunarlaunin eru, ýmist þau laun sem sjóðfélagi greiðir af, hæstu laun hans á tilteknu tímabili eða þau laun sem hann var á við starfslok (þau eru þá hækkuð samkvæmt launum síðari eftirmanna eða samkvæmt launavísitölu).
     7 Rétt er að taka fram að í skýrslu þessari byggist flokkun lífeyrissjóða og samanburður á réttindakerfum þeirra á hreinni eign þeirra til greiðslu lífeyris samkvæmt ársreikningabókum lífeyrissjóða sem teknar eru saman af Fjármálaeftirlitinu. Það er sú leið sem almennt er farin við samanburð á lífeyrissjóðunum. Nokkuð önnur niðurstaða fengist ef miðað væri við áfallnar skuldbindingar sjóðanna vegna þess að skuldbindingar þeirra sjóða sem njóta bakábyrgðar vinnuveitanda (ríkis, sveitarfélaga eða banka) eru ekki að fullu sjóðmyndaðar. Til að gefa nokkra mynd af þeim áhrifum sem þetta hefur má nefna að hrein eign Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins til greiðslu lífeyris í árslok 2000 var 76 milljarðar kr. en áfallnar skuldbindingar sjóðsins námu 272 milljörðum kr. Það skal þó tekið farm að hér eru um langstærsta lífeyrissjóðinn að ræða þannig að áfallnar skuldbindingar annarra lífeyrissjóða sem njóta bakábyrgðar vinnuveitanda og eru ekki að fullu sjóðmyndaðar eru mun lægri. Þrátt fyrir að þessi flokkun sjóðanna gefi talsvert aðra mynd af lífeyriskerfinu en ef miðað er við hreina eign sjóðanna til greiðslu lífeyris er farin sú leið að miða við hina hefðbundnu flokkun til þess að auðvelda samanburð við aðrar úttektir.
     8 Sjá skilgreiningu á lágmarkstryggingavernd í viðauka I.
     9 Samkvæmt upplýsingum úr ársreikningabókum Fjármálaeftirlitsins voru greidd iðgjöld til lífeyrissjóða um 45 milljarðar árið 1999 og 49 milljarðar árið 2000 (ósundurgreind samtala fyrir lágmarksiðgjald og lífeyrissparnað). Ekki eru aðgengilegar upplýsingar um fjárhæð iðgjalda til vörsluaðila lífeyrissparnaðar, annarra en lífeyrissjóða (þ.e. banka, sparisjóða, verðbréfafyrirtækja og líftryggingarfélaga).
     10 Sjá nánar 39. gr. lífeyrislaganna.
     11 Eftirlaunasjóður starfsmanna Íslandsbanka er nokkuð frábrugðinn sveitarfélagasjóðunum þó hann njóti bakábyrgðar vinnuveitanda og er því ekki flokkaður með þeim hér.
     12 Í kjölfar gildistöku lífeyrislaganna var lögum um tekjuskatt og eignarskatt breytt á þann veg að launamönnum var heimilað að greiða allt að 2% af skattskyldum tekjum í lífeyrissparnað án þess að af því væri reiknaður tekjuskattur. Samhliða því lagði ríkið til á móti 10% af framlagi launamanns, allt að 0,2% af skattskyldum launum hans. Útgreiðsla lífeyrissparnaðar er hins vegar skattlögð eins og almennar launatekjur. Frá fyrsta janúar 2001 var heimild til skattfrestunar hækkuð úr 2% í 4% og mótframlag ríkissjóðs hækkað úr 0,2% í 0,4%.
     13 Samkvæmt flestum kjarasamningum hefur verið samið um 2% mótframlag frá og með janúar 2002, er 1% fram til þess tíma.
     14 Sbr. 2. mgr. 1. gr. lífeyrislaganna.
     15 1. mgr. 2. gr. lífeyrislaganna.
     16 7. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.