Ferill 349. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 474  —  349. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á tollalögum, nr. 55/1987, með síðari breytingum.

Flm.: Vilhjálmur Egilsson, Magnús Stefánsson, Arnbjörg Sveinsdóttir,


Sigríður Ingvarsdóttir, Jón Bjarnason, Kristján L. Möller.


1. gr.

    Við 1. mgr. 28. gr. laganna bætist tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
     18.      Skagaströnd.
     19.      Vopnafjörður.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Með frumvarpinu er lagt til að Skagaströnd og Vopnafjörður bætist í flokk aðaltollhafna. Með því mundi mikilvægi hafnanna sem inn- og útflutningshafna aukast sem helgast af því að skipum er að jafnaði skylt að hafa fyrstu og síðustu viðkomu hér á landi í aðaltollhöfn. Jafnframt mundi tollmeðferð skipa og inn- og útflutningur um hafnirnar á Skagaströnd og Vopnafirði leiða til einföldunar, aukinnar hagkvæmni og sparnaðar fyrir atvinnulífið á þessum stöðum.
    Þetta hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir Skagaströnd vegna innflutnings á rækju til vinnslu á staðnum og á Vopnafirði vegna innflutnings á frosnum fiski. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til fá staðirnir ótvíræð réttindi til þess að skip séu tollafgreidd þar.