Ferill 345. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 731  —  345. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Árna Stefánssonar um heimildir til sölu og kaupa á eignum í fjárlögum fyrir árið 2001.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða heimildir til sölu og kaupa á eignum í fjárlögum fyrir árið 2001 hafa verið nýttar af fjármálaráðherra?
     2.      Hvert var söluverð einstakra eigna ríkissjóðs og hverjir keyptu?
     3.      Hvert var kaupverð einstakra eigna og hverjir seldu?


    Eftirfarandi er listi yfir fasteignir sem ríkissjóður keypti eða seldi skv. 7. gr. fjárlaga fyrir árið 2001.

Eignakaup ríkissjóðs 2001, fjárhæðir í þús. kr.

Ráðuneyti/stofnun Staður Stærð Heimild Kaupverð
Einkaleyfastofan Skúlagata 63, Reykjavík 1.026 Fjárlög 7.5 78.186
Yfirdýralæknir Bláskógar 12, Egilsstöðum 266 Fjárlög 7.23 15.000
Heilbrigðisráðuneyti Mýrar 4, Patreksfirði 304 Fjárlög 3.2 15.000
Sýslumaðurinn í Ólafsfirði Ólafsvegur 40, Ólafsfirði 200 Fjárlög 2.10 11.100
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Ásavegur 31, Vestmannaeyjum 233 Fjárlög 7.20 15.000
Svæðisvinnumiðlun Austurlands Miðás 1–5, Egilsstöðum 120 Fjárlög 7.27 7.580
Flugmálastjórn (flugskýli) Egilsstaðaflugvöllur 273 Fjáraukalög 7.31 5.700
Landbúnaðarráðuneyti Víðimýri, Skagafirði

Fjáraukalög 7.32 22.000
Ríkissjóður v. jarðskjálfta á Suðurlandi Breiðalda 5, Hellu 150 Fjáraukalög 7.33 11.710
Ríkissjóður v. jarðskjálfta á Suðurlandi Breiðalda 7, Hellu 150 Fjáraukalög 7.33 11.710
Fasteignir ríkissjóðs Laugavegur 164, Reykjavík 236 Fjáraukalög 7.30 17.500
Eignasala ríkissjóðs 2001, fjárhæðir í þús. kr.
Ráðuneyti/stofnun Staður Stærð Heimild Kaupverð
Alþingi Skólabrú 2, Reykjavík 389 Fjárlög 2.31 38.000
Heilbrigðisráðuneyti Urðargata 17, Patreksfirði 206 Fjárlög 3.2 4.100
Heilbrigðisráðuneyti Mýrar 11, Patreksfirði 82 Fjárlög 3.2 2.700
Menntamálaráðuneyti Skólabúðir að Reykjum Fjárlög 3.13 1.000
Menntamálaráðuneyti Eiðar Fjárlög 3.14 25.000
Sjávarútvegsráðuneyti Árni Friðriksson Fjárlög 6.2 32.000
Landbúnaðarráðuneyti Eyjar II, Breiðdalshreppi Fjárlög 4.22 5.400
Landbúnaðarráðuneyti Gröf, Dalvíkurbyggð Fjárlög 4.23 8.500
Landbúnaðarráðuneyti Hrærekslækur,Tunguhreppi Fjárlög 4.25 4.652
Landbúnaðarráðuneyti Bjarnarnes I, Höfn Fjárlög 2.34 1.400
Landbúnaðarráðuneyti Framnes, Kaldrananeshreppi Fjárlög 4.4 6.600
Landbúnaðarráðuneyti Minni-Ólafsvellir, Skeiðahreppi Fjárlög 4.19 6.826
Landbúnaðarráðuneyti Hjalli, Reykjadælahreppi Fjárlög 4.21 10.700
Landbúnaðarráðuneyti Kvoslækur, Fljótshlíðarhreppi Fjárlög 4.32 24.000
Landbúnaðarráðuneyti Hræringsstaðir, Dalvíkurbyggð Fjárlög 4.26 6.400
Landbúnaðarráðuneyti Vestra-Stokkseyrarsel Fjárlög 4.54 4.666
Dómsmálaráðuneyti Háeyrarvellir 36, Eyrarbakka 181 Fjáraukalög 2.36 10.000
Dómsmálaráðuneyti Skúlagata 10, Stykkishólmi 37 Fjárlög 2.6 811
Dómsmálaráðuneyti Aðalgata 7, Stykkishólmi 433 Fjárlög 2.5 8.780
Háskóli Íslands Bjarkargata 6, Reykjavík 396 Fjárlög 2.33 37.500
Skógrækt ríkisins Hluti Straums, Hafnarfirði Fjárlög 4.47 102.000
Vegagerð ríkisins Djúpbáturinn Fagranes Fjáraukalög 6.7 4.000
Þróunarsamvinnustofnun Fengur RE Fjáraukalög 6.5 14.000
Yfirdýralæknir Ásvegur 10, Hvanneyri 244 Fjárlög 2.21 8.200

    Í þessu sambandi ber að nefna að 20. nóvember sl. óskaði landbúnaðarráðherra eftir áliti forsætisráðherra á því að hve miklu leyti lög leyfa að Alþingi verði veittar upplýsingar um seldar ríkisjarðir.
    Í svarbréfi forsætisráðherra til landbúnaðarráðherra, dags. 15. janúar sl., sem gert hefur verið opinbert, er talið með vísan til 1. tölul. 2. gr. laga nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, að upplýsingar um sölu ríkissjóðs á fasteignum séu persónuupplýsingar í skilningi laganna, enda séu upplýsingarnar persónugreinanlegar. Skv. 2. tölul. 1. mgr. 7. gr. sömu laga skal þess m.a. gætt við meðferð slíkra upplýsinga að þær séu fengnar í yfirlýstum, skýrum og málefnalegum tilgangi og ekki unnar frekar í öðrum og ósamrýmanlegum tilgangi. Einnig skal þess gætt skv. 3. tölul. sömu málsgreinar að persónuupplýsingarnar séu ekki unnar umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Niðurstaða álitsins er því í stuttu máli á þá leið að með hliðsjón af framangreindum lagaákvæðum beri að takmarka svör við tilgreiningu eignanna og söluverðs þeirra. Ekki er talið að nöfn kaupenda ríkisjarða séu nauðsynleg til að Alþingi geti viðhaft það eftirlit sem því er að lögum falið að hafa með meðferð fjármuna hins opinbera, nema fleira komi til.
    Fjármálaráðuneytið tekur undir þá niðurstöðu sem fram kemur í áliti forsætisráðherra og rakin er stuttlega hér að framan. Ráðuneytið telur jafnframt að þessi sjónarmið eigi ekki einungis við um sölu ríkisjarða heldur eigi þau einnig við um kaup eða sölu annarra fasteigna á vegum ríkissjóðs. Af þessum sökum er ekki tilgreint í svari við fyrirspurn þessari hvaða einstaklingar eða lögaðilar seldu eða keyptu framangreindar eignir.