Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 906  —  579. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 54 16. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

Flm.: Kristján Pálsson, Einar Oddur Kristjánsson.



1. gr.

    2. mgr. 1. gr. laganna orðast svo:
    Það telst fullvinnsla í þessu sambandi ef flökun eða flatning botnfisks og flökun uppsjávarfisks er þáttur í vinnslunni.

2. gr.

    1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Skipum, sem leyfi hafa til fullvinnslu afla um borð, er óheimilt að fleygja fiski, fiskhlutum eða fiskúrgangi fyrir borð. Er skylt að koma með að landi allan afla þessara skipa, þar á meðal það sem til fellur við vinnsluna, svo sem hryggi, afskurð, hausa og innyfli eða afurðir unnar úr þeim. Er óheimilt að veita skipum vinnsluleyfi nema aðstaða sé um borð til að fullnægja þessum kröfum og nýta aflann með fullnægjandi hætti.

3. gr.

    Heiti laganna verður: Lög um fullvinnslu uppsjávar- og botnfiskafla um borð í veiðiskipum.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Skipum, sem hafið hafa fullvinnslu botnfiskafla fyrir gildistöku laga þessara, skal veittur frestur til að fullnægja kröfum laganna eða reglugerða settra samkvæmt þeim. Er fresturinn við það miðaður að innan hans sé heimilt að halda áfram fullvinnslu botnfisks með svipuðum hætti og hafin var fyrir gildistöku laganna. Skal fresturinn vera til 1. janúar 2006 en ráðherra getur með reglugerð ákveðið að tilteknum kröfum um nýtingu skuli fullnægt fyrr. Þar er um að ræða nýtingu hausa og hryggja sem til falla við framleiðsluna og hefur verið varpað fyrir borð fram að þessu. Þetta ákvæði tekur einnig til nýrra fullvinnsluskipa sem ekki var samið um smíði eða kaup á með bindandi hætti fyrir 1. júní 2001.

Greinargerð.


    Í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn um nýtingu afla af fullvinnsluskipum og öðrum skipum sem vinna aflann um borð (þskj. 732 á yfirstandandi löggjafarþingi) kemur fram að 29 skip hafa leyfi til fullvinnslu og 31 skip þar fyrir utan er með einhverja vinnslu á afla um borð. Fjöldi skipa sem vinna afla um borð er því samtals 60. Heildarafli þessara skipa upp úr sjó fiskveiðiárið 2000–2001 var 157.816 tonn. Þar af var 92.432 tonnum landað sem afurðum. Á fiskveiðiárinu var því ríflega 60.000 tonnum hent í sjóinn. Af þessum afla eru 42.262 tonn þorskur sem með 44% nýtingu gefa 18.590 tonn í afurðum. Af þessu þorskmagni upp úr sjó eru 11.000 tonn af hausum, 6.000 tonn af hryggjum og 330 tonn af gellum sem allt fer í hafið á síðasta fiskveiðiári utan 678 tonna sem landað var af hausum. Lauslega áætlað er verðmæti í þorskhausum sem hent er 600 millj. kr., í gellum 180 millj. kr. og hryggjum 180 millj. kr. Samtals er því hent í hafið þorskafurðum fyrir um 1 milljarð kr. árlega af vinnsluskipunum. Þá er eftir að verðleggja þau 40 þús. tonn til viðbótar sem hent er fyrir borð. Sá hluti telst vart eins verðmætur og þorskhausinn og hryggurinn. Þó skal það ekki fullyrt því að ekki hefur reynt á hvað hægt væri að fá fyrir þann afla. Við mjölvinnslu fengjust um það bil 500 millj. kr. fyrir þau 8.000 tonn sem áætla má að fengjust úr 40 þús. tonnum af úrgangi. Við fyrrnefnda nýtingu alls þess sem hent er af fullvinnsluskipum í sjóinn miðað við fiskveiðiárið 2000–2001 fengjust því verðmæti upp á 1,5 milljarð kr.
    Með lögum nr. 58/1996 féll úr gildi sú skylda að koma með allan afla að landi. Þegar þær breytingar voru lagðar fram til 1. umræðu í þinginu kom fram veruleg andstaða gegn þeim og var bent á þá hættu sem fylgdi svo víðtækri heimild. Komið hefur á daginn að hún hefur valdið gegndarlausri sóun á verðmætum eins og komið hefur fram í umræðunni um brottkast.
    Það var vegna mikils kostnaðar útgerðarinnar við stækkun skipa sem afráðið var að hverfa frá áformum um að allur veiddur fiskur yrði að koma að landi vegna þess að kaupa þurfti úreldingu dýrum dómum. Ekki þarf lengur að kaupa slíka úreldingu og því ástæðulaust að leggjast gegn tilgangi frumvarpsins þess vegna. Flutningsmenn telja ekki ástæðu til þess að blanda því saman að svo stöddu hvort beinn peningalegur hagnaður sé af einstaka afurð vegna þess ásetnings að veiddur afli verði nýttur. Enda er það svo hjá landvinnslunni að þar er allur afli nýttur og ekki spurt um arðsemi.
    Aðeins eitt skip, Þerney, er með mjölvinnslu um borð af þeim fullvinnsluskipum sem hafa leyfi.
    Orðalag þeirra breytinga sem boðaðar eru með þessu frumvarpi er mikið til óbreytt frá upphaflegu frumvarpi frá árinu 1991 á 115. löggjafarþingi, 125. mál. Hugmyndin er einnig sú sama, að nýta allan veiddan afla á Íslandsmiðum, sbr. lög nr. 54/1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum.
    Heiti laganna er breytt svo að þau nái til allra vinnsluskipa en ekki aðeins skipa sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla þannig að í stað laga um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum komi fullvinnsla uppsjávar- og botnfiskafla um borð í veiðiskipum.
    1. gr. nær til allra veiðiskipa sem fullvinna afla um borð.




Fylgiskjal.


Fylgiskjal IV með svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Kristjáns Pálssonar
um nýtingu afla af fullvinnsluskipum og öðrum skipum sem vinna aflann um borð.

(Þskj. 732, 411. mál á yfirstandandi löggjafarþingi.)


Fylgiskjal IV.

Vinnsla í afurðir eftir fisktegundum (í kg).

Flök Flök Flök Flök Flök
Fisktegund óslægt heill/
heil
haus-
skorinn
slægt haus- og
sporð-
skorinn
með roði/
með beini
roðlaus/
með beini
roðlaus/
með beini
án þunnilda
með roði/
beinlaus
Aðrar tegundir 554
Blálanga 129.017 1.952 20.935
Broddabakur 168
Búrfiskur 3.354
Djúpkarfi og úthafskarfi 257 23.779.128 9.556 286.363 133.909
Geirnyt 90
Gjölnir 1.561
Grálúða 2.564 683 13.911.363
Guðlax 200
Gullkarfi 672.685 2.720.446 712 1.242.182
Gulllax 3.641 2.070.826
Háfur 1.162
Hákarl 13.251 10.492
Hámeri 139
Hlýri 360.154 1.398 520 17.138
Keila 30.391 350
Kolmunni 656.252
Langa 47.849 15.025 6.001
Langhali 505 41.325
Langlúra 74.200 51
Litli karfi 6.849
Loðna 446.939
Lúða 25.569 72.925 119
Lýsa 55.516 337 2.576
Náskata
Rækja 104.160
Sandkoli 21 774
Síld 4.377.200
Skarkoli 78.750 127.688
Skata 1.585 1.834
Skrápflúra 62.735 1.245 245.508 66.606
Skötuselur 13.280 71.184
Smokkfiskur 27
Snarphali 2.710
Sólkoli 39.621 41.420
Steinbítur 389.894 2.324 5.791
Stinglax 25 5.918 4.954
Tindaskata 78.248 13.291
Trjónufiskur 90
Tröllakrabbi 351
Túnfiskur 4.569
Ufsi 7.711 2.607 2.484.442 477.547
Ýsa 318.909 99.828 480.919 943.932 425
Þorskur 1.037.654 1.099.924 1.220.598 7.001.492 5.332
Öfugkjafta 1.085 52 2.243
Samtals 1.482.679 761.657 31.224.825 1.653.775 13.960.872 4.388.854 1.993.894 11.855.822 477.547 5.757
Flök Flök
Fisktegund roðlaus/
beinlaus
í blokk í
frystingu
í skel lausfryst
í poka
börð slitinn soðin afskurður marn-ingur
Aðrar tegundir
Blálanga
Broddabakur
Búrfiskur
Djúpkarfi og úthafskarfi
Geirnyt
Gjölnir
Grálúða 3.156
Guðlax
Gullkarfi
Gulllax
Háfur
Hákarl
Hámeri
Hlýri
Keila
Kolmunni
Langa
Langhali
Langlúra
Litli karfi
Loðna 390.816
Lúða
Lýsa
Náskata 1.385
Rækja 340.069 1.309.055 6.604.575 2.490.122
Sandkoli
Síld 375.173
Skarkoli
Skata 7.961
Skrápflúra
Skötuselur 82 136.560
Smokkfiskur
Snarphali
Sólkoli
Steinbítur
Stinglax
Tindaskata 9.244
Trjónufiskur
Tröllakrabbi
Túnfiskur
Ufsi 524.257 195.474
Ýsa 889.923 119.321
Þorskur 5.925.194 1.549.857 3.240
Öfugkjafta
Samtals 7.339.374 340.069 765.989 1.309.055 6.604.575 18.672 136.560 2.490.122 1.867.808 3.240





Fisktegund hausar hrogn kinnar kútt-
magar
lifur svil mjöl Afurðir
samtals
Afli
Aðrar tegundir 353.990 354.544 554
Blálanga 164 152.068 268.499
Broddabakur 168 233
Búrfiskur 3.354 6.316
Djúpkarfi og úthafskarfi 134.280 24.343.493 44.468.599
Geirnyt 90 200
Gjölnir 1.561 1.561
Grálúða 2.480.932 36 16.398.734 19.271.574
Guðlax 200 200
Gullkarfi 4.636.025 9.542.487
Gulllax 2.074.467 2.942.288
Háfur 1.162 2.905
Hákarl 23.743 56.351
Hámeri 139 218
Hlýri 26 379.236 641.324
Keila 30.741 42.476
Kolmunni 656.252 656.252
Langa 68.875 113.063
Langhali 41.830 90.128
Langlúra 74.251 74.254
Litli karfi 6.849 6.849
Loðna 837.755 837.755
Lúða 98.613 114.264
Lýsa 58.429 102.063
Náskata 1.385 3.356
Rækja 10.847.981 10.847.981
Sandkoli 795 862
Síld 4.752.373 8.270.925
Skarkoli 206.438 217.542
Skata 11.380 21.471
Skrápflúra 376.094 469.235
Skötuselur 3.348 1.960 6.403 232.817 550.376
Smokkfiskur 27 27
Snarphali 2.710 6.000
Sólkoli 81.041 84.645
Steinbítur 398.009 663.819
Stinglax 10.897 17.043
Tindaskata 100.783 121.686
Trjónufiskur 90 90
Tröllakrabbi 351 351
Túnfiskur 4.569 5.482
Ufsi 9.849 3.701.887 8.160.659
Ýsa 13.392 2.866.649 6.867.926
Þorskur 678.524 67.615 526 382 18.590.338 42.262.667
Öfugkjafta 3.380 3.601
Samtals 3.159.482 91.020 3.384 1.960 6.929 382 488.270 92.432.573 157.816.157