Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 993  —  372. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um kirkju- og manntalsbækur (sálnaregistur), nr. 3 12. janúar 1945.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Björgu Thorarensen og Hjalta Zóphóníasson frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigríði Dögg Geirsdóttur, Þorvald Karl Helgason og Guðmund Þór Guðmundsson frá Biskupsstofu, Þórstein Ragnarsson frá Kirkjugarðasambandi Íslands, Valdimar Einarsson frá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í meinafræði, Hjört Magna Jóhannsson frá Fríkirkjunni í Reykjavík, Ólaf Jóhannsson frá Prestafélagi Íslands og Sigurð Guðmundsson landlækni.
    Umsagnir um málið bárust frá Biskupsstofu, leikmannaráði þjóðkirkjunnar, Hvítasunnuhreyfingunni á Íslandi og Prestafélagi Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að íslenska þjóðkirkjan og önnur skráð trúfélög greiði fyrir kirkju- og manntalsbækur sem þau færa. Telur nefndin eðlilegt að slíkur kostnaður falli undir rekstrarkostnað þeirra og leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Katrín Fjeldsted og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. mars 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Ásta Möller.



Ólafur Örn Haraldsson.


Kjartan Ólafsson.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Guðjón A. Kristjánsson,


með fyrirvara.