Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1031  —  600. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólaf Friðriksson og Sigríði Norðmann frá landbúnaðarráðuneyti og Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands. Umsögn um málið barst frá Bændasamtökum Íslands.
    Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um búnaðargjald sem eiga að tryggja að búnaðargjald greiðist eingöngu af framleiðslu en ekki af öðrum þáttum og jafnframt að gjaldið reiknist aðeins einu sinni af sömu framleiðslu.
    Fyrir nefndina hefur verið lögð ályktun Búnaðarþings 2002 þar sem samþykkt var lækkun búnaðargjalds úr 2,55% í 2,00% en það felur í sér um 100 millj. kr. lækkun gjaldsins. Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir að orðið verði við ályktun þessari og að breytingar á gjaldhlutfalli taki gildi við ákvörðun fyrirframgreiðslu á árinu 2003 og við álagningu gjaldsins á árinu 2004 vegna búvöruframleiðslu á árinu 2003.
    Nefndin fellst á röksemdir Bændasamtaka Íslands og leggur til að búnaðargjald verði lækkað í 2,00%.
         Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Jónína Bjartmarz var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Guðjón A. Kristjánsson áheyrnarfulltrúi í nefndinni er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 15. mars 2002.



Drífa Hjartardóttir,


form., frsm.


Sigríður Jóhannesdóttir.


Guðjón Guðmundsson.



Karl V. Matthíasson.


Einar Oddur Kristjánsson.


Þuríður Backman.



Sigríður Ingvarsdóttir.


Kristinn H. Gunnarsson.