Ferill 709. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1244  —  709. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um brottfall laga nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun, með síðari breytingu, o.fl.

Frá minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar (JóhS, ÖS, ÖJ).



     1.      Við ákvæði til bráðabirgða: Í stað orðanna „annað starf“ í 1. málsl. komi: sambærilegt starf.
     2.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Stofna skal sérstakt hagsvið við skrifstofu Alþingis sem taki til starfa 1. janúar 2003. Kostnaður af starfsemi þess greiðist af fjárlögum.
             Forsætisnefnd Alþingis skal annast undirbúning og meta nauðsyn á umfangi sviðsins.