Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1267  —  622. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2001, um breytingu á bókun 26 (um valdsvið og störf Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Nikulás Hannigan og Önnu Jóhannsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Ingva Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2001 frá 11. desember 2001, um breytingu á bókun 26 (um valdsvið og störf Eftirlitsstofnunar EFTA á sviði ríkisaðstoðar) við EES-samninginn, og til að fella inn í samninginn reglugerð ráðsins (EB) nr. 659/1999 frá 22. mars 1999, um ítarlegar reglur um beitingu 93. gr. EB-sáttmálans.
    Meginmarkmiðið með breytingum á bókun 26 er að tryggja Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sambærilegar heimildir og framkvæmdastjórn ESB eru faldar með fyrrgreindri reglugerð ráðsins nr. 659/1999. Ákvörðunin kallar á lagabreytingar hér á landi og hefur viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum þess efnis (þskj. 938, 596. mál).
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. apríl 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Rannveig Guðmundsdóttir.


Magnús Stefánsson.



Vilhjálmur Egilsson.


Steingrímur J. Sigfússon.


Einar K. Guðfinnsson.



Jónína Bjartmarz.