Ferill 460. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1287  —  460. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um samvinnu við heimildaöflun og skráningu gagna um veiðimenningu Vestur-Norðurlanda.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Einar Odd Kristjánsson, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
    Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórn Íslands verði falið, í samvinnu við landstjórnir Færeyja og Grænlands, að efna til samstarfs um heimildaöflun og skráningu gagna um veiðimenningu Vestur-Norðurlanda til að tryggja varðveislu sameiginlegrar arfleifðar en tillagan byggist á tilmælum nr. 1/2001 sem samþykkt voru á ársfundi Vestnorræna ráðsins á Grænlandi 2001.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Lára Margrét Ragnarsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Einar K. Guðfinnsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. apríl 2002.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Katrín Fjeldsted.


Ögmundur Jónasson.


Jónína Bjartmarz.