Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1372  —  581. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um fjárreiður ríkisins, nr. 88/1997, o.fl.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Gunnar Hall ríkisbókara og Arnar Másson frá fjármálaráðuneyti. Umsagnir bárust frá ríkisbókhaldi og ríkisféhirði.
    Frumvarpinu er ætlað að fela ríkisbókhaldi þau verkefni sem ríkisfjárhirsla hefur hingað til haft með höndum, en niðurstaða úttektar fjármálaráðuneytisins á starfsemi ríkisfjárhirslu og ríkisbókhalds er sú að ná megi auknu hagræði með sameiningu verkefna stofnananna. Lagt er til að stofnunin beri heitið Fjársýsla ríkisins.
    Nefndin leggur til breytingu á frumvarpinu þess efnis að við upptalningu á verkefnum Fjársýslu ríksins verði bætt að hún fari jafnframt með innheimtu á skuldabréfum og kröfum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með svohljóðandi

BREYTINGU:


    Við 4. efnismgr. 4. gr. Á eftir orðunum „frá innheimtustofnunum ríkisins“ komi: ásamt innheimtu á skuldabréfum og kröfum.

    Hjálmar Árnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 4. apríl 2002.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Jóhanna Sigurðardóttir.


Einar K. Guðfinnsson.



Kristinn H. Gunnarsson.


Össur Skarphéðinsson.


Sigríður A. Þórðardóttir.



Ögmundur Jónasson.


Gunnar Birgisson.