Ferill 562. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1404  —  562. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.

Frá Einari K. Guðfinnssyni, Kristni H. Gunnarssyni, Vilhjálmi Egilssyni,


Guðmundi Hallvarðssyni, Hjálmari Árnasyni og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur.


     1.      Í stað orðanna „skipa sem gerð eru út frá“ í 1. efnismgr. 4. gr., efnismálsgrein 13. gr. og 2. mgr. 15. gr. komi: stuðnings.
     2.      Við 5. gr. Í stað orðanna „gildistöku þessara laga“ í lokamálslið 5. gr. komi: 17. mars 1999.
     3.      Við bætist ný grein er verði 8. gr. og orðist svo:
                   Í stað orðanna „1., 2. eða 5. mgr.“ í 1. mgr. 11. gr. b laganna kemur: 1. eða 2. mgr.
     4.      Við bætist ný grein er verði 13. gr. og orðist svo:
                  Í stað orðanna „ákvæði 1. mgr. 20. gr.“ í 20. gr. a laganna kemur: ákvæði 1. mgr. 25. gr.
     5.      Við 15. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                        Ákvæði 1., 2., 3., 5., 6., 7., 8., 9., 10., 13., 14., 15. og 16. gr. öðlast þegar gildi.
                  b.      Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr. og orðist svo:
                     Yfirfærsla á efnisákvæði 1. mgr. ákvæðis XXV til bráðabirgða til almenns ákvæðis í lögunum, sbr. 5. og 14. gr., stofnar ekki nýjan rétt til úthlutunar eða hefur áhrif á gildi framsals slíks réttar sem staðfest hefur verið fyrir gildistöku ákvæðanna.