Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1406  —  605. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Frá minni hluta félagsmálanefndar (SJS).



     1.      Við bætist ný grein er verði 1. gr. og orðist svo:
             A-liður 1. gr. laganna orðast svo: tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu, þar með talið tryggja að starfsmenn sæti ekki einelti eða kynferðislegu áreiti á vinnustað né sé þeim mismunað á grundvelli kynferðis, litarháttar, aldurs eða vegna annarra sambærilegra þátta.
     2.      Við 9. gr.
                  a.      2. tölul. a-liðar (52. gr.) orðist svo: Hvíldartími: Samfelldur tími, sem hvorki telst til virks né óvirks vinnutíma, þar sem starfsmaður nýtur hvíldar frá störfum og starfsskyldum.
                  b.      2. tölul. b-liðar (52. gr. a.) falli brott.
                  c.      4. mgr. c-liðar (53. gr.) orðist svo:
                     Sé daglegur hvíldartími styttur samkvæmt heimild 2. og 3. mgr. skal starfsmaður fá samsvarandi hvíld síðar og þegar að lokinni vinnulotu verði því við komið.
     3.      Við 11. gr. Greinin falli brott.
     4.      Við bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða:
              Félagsmálaráðherra skal leggja fyrir Alþingi fyrir lok október 2002 endurskoðaðan kafla um heilsuvernd starfsmanna með hliðsjón af niðurstöðu nefndar sem starfaði á vegum stjórnar Vinnueftirlits ríkisins frá í júní 1999 og að undangengnu samráði við stjórn Vinnueftirlitsins.