Uppbygging og rekstur meðferðarstofnana

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 16:03:17 (2928)

2003-01-22 16:03:17# 128. lþ. 63.7 fundur 417. mál: #A uppbygging og rekstur meðferðarstofnana# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[16:03]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Einari K. Guðfinnssyni fyrir að koma með þessa fyrirspurn sem minnir á það að við þurfum að taka til hendinni á þessu sviði í sambandi við áfengis- og fíkniefnamálin. Reyndar er áfengi líka fíkniefni og vímugjafi.

Ég fagna líka því að hæstv. heilbrrh. hefur áhuga á málinu en það er svo sem ekki komið langt á veg. Hæstv. ráðherra talar um að senn sé á leiðinni maður að utan til þess að taka þátt í að móta þessa stefnu. Ég leyfi mér að benda á að hér á landi er töluvert mikil þekking á þessu sviði og það hefur náðst mjög góður árangur hjá t.d. SÁÁ, og tel ég alveg einsýnt að innlendir aðilar hljóti að koma að þessu máli líka.