Flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 14:16:50 (3462)

2003-02-05 14:16:50# 128. lþ. 73.3 fundur 482. mál: #A flutningur fjarvinnsluverkefna og starfa út á land# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[14:16]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Hæstv. ráðherra iðnaðarmála og byggðamála tók það fram áðan að fólk hefði mikinn áhuga á að starfa á Akureyri ef störf væru í boði. Þetta er alveg rétt. En þetta gildir um alla landsbyggðina. Væru t.d. ný störf í boði á Ísafirði eða Bolungarvík þá mundi fólk sækja um þau störf. Ég vil benda á það við þessa umræðu.

Hins vegar er ljóst að störf í sambandi við fjarvinnslu hafa ekki komist á legg. Ég tel það vera af þeirri ástæðu einfaldlega, herra forseti, að ekki hefur verið nógu mikill raunverulegur áhugi fyrir því í stjórnsýslunni hér á þessu svæði.