Lífeyrisgreiðslur til Íslendinga erlendis

Miðvikudaginn 05. febrúar 2003, kl. 15:19:20 (3490)

2003-02-05 15:19:20# 128. lþ. 73.7 fundur 553. mál: #A lífeyrisgreiðslur til Íslendinga erlendis# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 128. lþ.

[15:19]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Aðeins bara til upplýsingar. Ég var að koma af fundi velferðarnefndar í Norðurlandaráði í gærkvöldi. Ég á sæti í velferðarnefndinni og þar eru þessi mál mjög til umræðu, einmitt um rétt fólks þegar það flytur milli landa, þ.e. hvort það eigi að ganga undir það almannatryggingakerfi sem er í viðkomandi landi eða hvort það geti flutt með sér sinn áunna rétt. Í þessu máli er engin niðurstaða komin. Mjög skiptar skoðanir eru um það hvort fólk eigi ekki bara að gangast undir það sem er í því landi sem það flytur til. Ég vildi bara geta þess að þetta er mikið til umræðu í Norðurlandaráði núna þessa dagana.