Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 06. febrúar 2003, kl. 11:20:46 (3526)

2003-02-06 11:20:46# 128. lþ. 74.3 fundur 567. mál: #A almenn hegningarlög# (kynferðisbrot gegn börnum og mansal) frv., GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 128. lþ.

[11:20]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna góðri ræðu hv. þm. Jónínu Bjartmarz. En mig langar aðeins að ræða það sem tengist frv. mínu um bætur til þolenda afbrota. Það er auðvitað þannig að ,,gerendur`` eru kannski betur staddir í dag þannig að þeir greiða þær skaðabætur sem dómstólar hafa sett upp. En enn þá verður ákveðinn hópur barna og ungmenna fyrir miska af völdum þeirra sem ekki geta greitt. Á þetta hefur umboðsmaður barna ítrekað bent. Þetta er bara spurning um að halda því til haga að okkur ber líka að vernda þann hóp sem á undir högg að sækja og gerendur eru ekki borgunarmenn fyrir.