Niðurstöður starfshóps um samþættingu fjárlagagerðar og jafnréttis

Miðvikudaginn 12. febrúar 2003, kl. 13:41:53 (3761)

2003-02-12 13:41:53# 128. lþ. 77.1 fundur 531. mál: #A niðurstöður starfshóps um samþættingu fjárlagagerðar og jafnréttis# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., fjmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 128. lþ.

[13:41]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Vissulega gæti verið athyglisvert að hafa hér á Íslandi þá ráðstefnu sem fyrirspyrjandi nefndi. Mér er ekki kunnugt um hvaða verkefni nákvæmlega hafa orðið fyrir valinu í hinum löndunum og get þess vegna ekki svarað því. Vegna þess sem hv. 12. þm. Reykn. nefndi er ástæðan fyrir því að þessi mál ganga hægt fyrir sig kannski sú að þetta eru verkefni sem mjög erfitt er að skilgreina. Það getur verið erfitt að festa hönd nákvæmlega á því hvert viðfangsefnið er í hverju tilviki. En þetta er sem sagt farið í gang og vonandi gengur það allt saman vel og þjónar tilgangi sínum.

Að því er varðar kostnaðinn og spurningu hv. þingmanns um hann hef ég því miður engu við það að bæta sem ég sagði áðan. Þetta er ekki alveg komið á hreint.