Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 15:35:46 (4093)

2003-02-26 15:35:46# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[15:35]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það stendur í nál. frá meiri hluta iðnn. að leitað hafi verið álits efh.- og viðskn. Alþingis um þá þætti frv. sem lúta að skatta- og efnahagsmálum og leitað hafi verið eftir áliti umhvn. Alþingis vegna umhverfisþátta málsins. Það er alveg rétt sem hv. þm. bendir á, að formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs óskaði eftir því að slíkt yrði gert. Þegar bréfið var skrifað í iðnn. til umhvn. um umhverfisþætti málsins, eins og óskað hafði verið eftir, var það ekki efni bréfsins heldur eingöngu ein lítil spurning. Umhvn. átti eingöngu að segja iðnn. hvort farið hefði verið að lögum við mat á umhverfisáhrifum. Hvers vegna var ósk iðnn. svo takmörkuð? Hvers vegna var hún ekki eins og hv. formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs óskaði eftir? Hvers vegna? Var það vegna þess að hv. formaður iðnn. taldi ekki ástæðu til að fjalla á breiðum grunni um umhverfisþætti þessa máls?

Öll mín gagnrýni í þessum efnum á við rök að styðjast. Tvískinnungurinn kemur í ljós í nál. hv. formanns.