Álverksmiðja í Reyðarfirði

Miðvikudaginn 26. febrúar 2003, kl. 23:51:11 (4122)

2003-02-26 23:51:11# 128. lþ. 84.1 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 128. lþ.

[23:51]

Kristján L. Möller (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel mig ekki hafa verið með neinn tvískinnung gagnvart umhverfisverndarsinnum. Ég þarf ekki að endurtaka það sem ég sagði hér áðan.

Ég hef átt þess kost að ræða við þetta fólk um þessa framkvæmd og um málefni landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Það er það sem ég á við þegar ég segi að m.a. þá hafi ég styrkst í þeirri skoðun minni að landsbyggðin eigi sér fáa vini þegar rætt er um framkvæmdir á landsbyggðinni. Ég hef rætt við þetta fólk. Margt er þetta rólegheitafólk sem er hægt að diskútera við og hefur verið gaman að ræða við. En margt sem í þeim samræðum hefur komið fram, hv. þm., hefur verið algjörlega út úr kortinu og verið úr sambandi við raunveruleikann, því miður.

Við þetta á ég þegar ég segi að umhverfisverndarsinnar fari yfir strikið og missi trúverðugleikann. Ég ítreka að hlutverk þeirra er mjög mikilvægt, að vera sem aðhald gagnvart stjórnvöldum í virkjunarmálum, orkuverum eða öðru.