Heimsókn forseta norrænu þjóðþinganna

Fimmtudaginn 27. febrúar 2003, kl. 13:30:35 (4170)

2003-02-27 13:30:35# 128. lþ. 85.93 fundur 448#B heimsókn forseta norrænu þjóðþinganna#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 128. lþ.

[13:30]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég vil vekja athygli háttvirtra alþingismanna á því að forsetar þjóðþinga Norðurlanda eru staddir á þingpöllum ásamt fylgdarliði. Þingforsetarnir eru staddir hér á landi á árlegum samráðsfundi forsetanna.

Ég vil fyrir hönd Alþingis bjóða þingforsetana, Riittu Uosukainen, forseta finnska þingsins, Eduskunta, Ivar Hansen, forseta danska þingsins, Folketinget, Jørgen Kosmo, forseta norska þingsins, Stortinget, og Björn von Sydow, forseta sænska þingsins, Riksdagen, velkomna í Alþingishúsið og ég vænti þess að heimsókn þeirra til Íslands verði til þess að styrkja enn frekar þau góðu tengsl sem eru milli þinganna.

Alþingi vottar hinum norrænu gestum og þeim vinaþjóðum sem þeir eru fulltrúar fyrir vináttu og virðingu. Ég bið háttvirta alþingismenn að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]