Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn

Fimmtudaginn 27. febrúar 2003, kl. 18:06:57 (4228)

2003-02-27 18:06:57# 128. lþ. 85.12 fundur 618. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn# (póstþjónusta) þál. 22/128, 619. mál: #A breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn# (upplýsingamiðlun til launamanna o.fl.) þál. 23/128, 638. mál: #A breyting á XIII. viðauka við EES-samninginn# (bótaábyrgð flugfélaga) þál. 24/128, 639. mál: #A breyting á IX. viðauka við EES-samninginn# (gjaldþol tryggingafyrirtækja) þál. 25/128, utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 128. lþ.

[18:06]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka að loknu því samráði sem á sér stað við aðila vinnumarkaðarins á þessu sviði og sú stefnumörkun mun þá koma fram í því lagafrv. sem lagt verður fyrir þingið þegar þar að kemur. Eins og ég skil málið þá þarf ekki að taka afstöðu til þess að því er varðar þessa þáltill. En það verður að sjálfsögðu hægt að upplýsa betur um málið í meðferð utanrmn.