Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:45:31 (4270)

2003-03-03 15:45:31# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ArnbS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:45]

Arnbjörg Sveinsdóttir:

Hæstv. forseti. Á Íslandi er góð reynsla af rekstri álvera. Sagan segir okkur hversu góð áhrif á efnahag landsmanna bygging og rekstur álvera á suðvesturhorninu hefur haft. Hið nýja álver í Reyðarfirði mun einnig hafa gífurlega góð áhrif á efnahagsstarfsemina.

Nú þegar er farið að gæta áhrifa fyrirhugaðra framkvæmda á styrkingu byggðarinnar á Austurlandi. Þjóðin öll mun njóta aukins hagvaxtar í bráð vegna framkvæmdanna, og í lengd vegna þess hversu mjög íslenska hagkerfið styrkist vegna aukins útflutnings.

Hæstv. forseti. Þegar hér á Alþingi eru greidd atkvæði um álver í Reyðarfirði er það gert með gleði og vissu um góð áhrif á hag Austfirðinga og góð áhrif á hag Íslendinga, og ég segi já.