Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:46:29 (4271)

2003-03-03 15:46:29# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:46]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar birtist í þessu frv. í allri sinni verstu mynd. Til að styrkja byggð á Austurlandi á að reisa svo stórt álver að það mun hafa gífurleg áhrif á þróun byggðarinnar í beinni andstöðu við sjálfbært samfélag og fjölbreytt atvinnulíf. Við höfum aðra möguleika til að styrkja byggð, efla atvinnu og viðhalda áframhaldandi hagsæld í landinu. Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar verða gífurleg og óafturkræf. Við höfum undirgengist Ríó-sáttmálann og sjálfbæra þróun, og þessar stóriðjuframkvæmdir ganga í berhögg við skuldbindingar okkar. Því greiði ég atkvæði gegn þessari heimild.