Álverksmiðja í Reyðarfirði

Mánudaginn 03. mars 2003, kl. 15:48:17 (4273)

2003-03-03 15:48:17# 128. lþ. 86.6 fundur 509. mál: #A álverksmiðja í Reyðarfirði# frv. 12/2003, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 128. lþ.

[15:48]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Atvinnumálastefna ríkisstjórnarinnar sem birtist í þessu frv. sem hér er afgreitt eftir 2. umr. er með þeim hætti að skömm er að. Stefnan ber vott um fádæma hugmyndafátækt sem á endanum dæmir Fjarðabyggð til þeirrar afplánunar að sitja uppi sem einhæft iðnaðarsvæði í atvinnulegu tilliti. Slík örlög eru sannarlega á skjön við þá atvinnumöguleika sem ósnortin náttúra og ímynd Íslands bjóða upp á. Slík atvinnustefna skaðar beinlínis orðspor þjóðarinnar og ímynd og getur á endanum orðið til mikils skaða fyrir hagsmuni okkar þegar til framtíðar er litið.

Hér er verið að leggja grunn að því að Ísland verði eitt stærsta álútflutningsríki í Evrópu og komi til með að blása meiri mengunarefnum út í loftið en öll norska þjóðin gerir með allri sinni starfsemi.

Herra forseti. Stefna af þessu tagi er glapræði. Ég segi nei.