Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 10. mars 2003, kl. 10:47:39 (4570)

2003-03-10 10:47:39# 128. lþ. 93.14 fundur 601. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (hlutabréfasjóðir) frv. 21/2003, Frsm. meiri hluta EKG
[prenta uppsett í dálka] 93. fundur, 128. lþ.

[10:47]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar K. Guðfinnsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá meiri hluta efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frv. er lagt fram í tengslum við frv. til laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði sem þegar hefur verið afgreitt úr nefndinni og mælt fyrir. Markmið frv. er að hluthafar í hlutafélögum um sameiginlega fjárfestingu, þ.e. hlutabréfasjóðum, missi ekki þær skattalegu ívilnanir sem við hlutabréfin eru tengd, sbr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna, við það að félaginu er slitið.

Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt óbreytt. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nál. rita hv. þm. Einar K. Guðfinnsson, formaður og frsm., Hjálmar Árnason, Gunnar Birgisson, Árni R. Árnason, Adolf H. Berndsen og Jóhanna Sigurðardóttir.