2003-03-11 01:00:25# 128. lþ. 94.40 fundur 681. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (innflutningur lifandi sjávardýra, EES-reglur) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 128. lþ.

[25:00]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Jú, vera kann að þessi mál verði miklu stærri í framtíðinni en þau hafa verið hingað til. Ég hef upplifað það sem landbrh. að menn hafa sótt um innflutning á alls konar hitabeltisdýrum og dýrum sem varla mundu þrífast í íslenskri náttúru. Sum slík verkefni eru reyndar á mínum borðum. Frægt er að ég hafnaði krókódílunum sem Húsvíkingar ætluðu að gera að sinni atvinnu í heita pottinum þar. Ég gerði það á þeim forsendum að ekki var talið að þessi dýr pössuðu inn í íslenska náttúru, fyrir utan það að krókódílarnir eru miklir sýklaskrokkar og síðan kannski manninum hættuleg, þessi dýr. Svona til þess að ljúka þessari umræðu er auðvitað gott að fara með og festa í þingsögunni hina frægu vísu Hákons Aðalsteinssonar sem hann orti af þessu tilefni:

  • Húsvíkingar sitja nú í sárum,
  • sviptir eru góðri tekjuvon.
  • Grætur köldum krókódílatárum
  • kvikindið hann Guðni Ágústsson.