Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Þriðjudaginn 11. mars 2003, kl. 18:46:20 (4771)

2003-03-11 18:46:20# 128. lþ. 96.17 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, 563. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2006# þál. 20/128, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 128. lþ.

[18:46]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég tók sérstaklega fram í ræðu minni að ég óskaði eftir því að Vopnafjörður yrði tekinn inn í grunnnetið í næstu samgönguáætlun en ég lýsti ekki yfir stuðningi við tillögu hv. þm. eins og hann heyrði sjálfur (Gripið fram í.) að ég sagði og hafði rétt eftir.

Ég vil bara segja eins og ég sagði áður --- menn sem tala um samgöngumál hér á Alþingi eiga að horfa til alls landsins. Og menn eiga að skilja að það er nauðsynlegt að stytta leiðir. Menn eru með margvíslegar hugmyndir um það hvernig hægt sé að stytta leiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur og ég álít að menn eigi að vera opnir fyrir öllum möguleikum í því.