Samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014

Fimmtudaginn 13. mars 2003, kl. 14:14:54 (4925)

2003-03-13 14:14:54# 128. lþ. 99.1 fundur 469. mál: #A samgönguáætlun fyrir árin 2003--2014# þál. 19/128, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 128. lþ.

[14:14]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hafnir, flugvellir og vegir eru flokkuð í svokallað grunnnet. Í grunnneti flugvalla eru allir þeir flugvellir sem nú er skipulagt áætlunarflug til nema tveir, flugvöllurinn á Gjögri og flugvöllurinn á Vopnafirði. Herra forseti. Ég tel allar forsendur fyrir því að þessir flugvellir fari inn í grunnnet flugvallakerfisins og tillaga mín gengur út á það að flugvöllurinn á Gjögri og flugvöllurinn á Vopnafirði verði hluti af grunnneti flugvalla í landinu.