Rannsókn kjörbréfs

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:02:49 (256)

2002-10-07 15:02:49# 128. lþ. 5.1 fundur 143#B Rannsókn kjörbréfs#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:02]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að varaþingmaður Samfylkingarinnar í Vestfjarðakjördæmi, Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Karl V. Matthíasson, 2. þm. Vestf.``

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Sigríði Ragnarsdóttur sem er nú 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Vestf. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund áður en þingfundur hófst til að fjalla um kjörbréfið.