Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 11:59:41 (442)

2002-10-10 11:59:41# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[11:59]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. kýs að halda skollaleiknum áfram. Sannleikurinn er sá að ef við hækkum persónuafsláttinn um þúsundkall þá er ekki um að ræða --- við erum að tala um 150 þúsund manns eða svo sem lagður er á skattur og tölurnar sem koma út úr því eru sko ekki neinn milljarður. Tölurnar sem koma út úr því eru 150 millj. á ári og það þýðir ekkert að rugla fólk sífellt með því að vera að tala um einhverjar aðrar tölur en þetta er. 10 þús. kr. lækkun er þá ekki þessir milljarðar sem hv. þm. talaði um.