Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 12:01:40 (444)

2002-10-10 12:01:40# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[12:01]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég hef alltaf haft gaman af því að hlusta á þennan helsta talsmann Sjálfstfl. í skatta- og velferðarmálum, hv. þm. Pétur Blöndal, ræða málin en þó finnst mér það stundum sárgrætilegt. Ég verð að segja honum það til hróss að hann er sá eini af þingmönnum Sjálfstfl. sem yfirleitt ræðir velferðarmál í þinginu. Þannig hygg ég að verði líka í dag með þá merku tillögu sem hér er flutt.

Ég vil aðeins í þessu stutta andsvari mínu spyrja hv. þingmann einfaldrar spurningar: Er hv. þm. Pétur Blöndal stoltur af því að skattleggja aldraða og öryrkja og þá sem eru með undir 90 þús. kr. á mánuði eins og gert er í dag og skapa ríkissjóði þannig einn milljarð af þeim 70 sem tekjuskattur einstaklinga gefur ríkissjóði? Er hv. þm. stoltur af þessari skattheimtu?