Skattfrelsi lágtekjufólks

Fimmtudaginn 10. október 2002, kl. 12:04:43 (447)

2002-10-10 12:04:43# 128. lþ. 8.4 fundur 10. mál: #A skattfrelsi lágtekjufólks# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 128. lþ.

[12:04]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta er í gangi í dag í skattkerfinu. (KLM: Hvað?) Það eru miklu hærri skattar á fólk sem er með hærri tekjur. Maður sem er með lágmarksörorkulífeyri, 87 þús., borgar 6 þús. kr. í skatt. Sá sem er með tvöfaldar þessar tekjur borgar þrefalt, fjórfalt eða fimmfalt í skatt. Ég get reiknað það út fyrir hv. þingmann. Þeir sem eru með fjórfaldar tekjur borga sennilega tuttugufaldan þennan skatt. Við erum með jöfnun í kerfinu í dag. Fyrstu 70 þús. kr. eru skattfrjálsar hjá öllum, hvort sem menn eru með 2 millj. á mánuði sem eru reyndar afskaplega fáir eða með 90 þús. kr. á mánuði. Það er jöfnun í dag í kerfinu.