Úrræði fyrir ungt hreyfihamlað fólk

Miðvikudaginn 16. október 2002, kl. 14:39:54 (601)

2002-10-16 14:39:54# 128. lþ. 12.5 fundur 78. mál: #A úrræði fyrir ungt hreyfihamlað fólk# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., LMR
[prenta uppsett í dálka] 12. fundur, 128. lþ.

[14:39]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn. Það er nauðsynlegt að skoða alla möguleika á sérstökum úrræðum fyrir ungt alvarlega fatlað fólk. Eftirspurn eftir hjúkrunarrými fyrir aldraða er svo mikil og neyð þeirra svo stór að þau pláss sem ungt fólk tekur nú á hjúkrunarheimilum verða auðfyllt. Það er varla líðandi að ungt alvarlega fatlað fólk eigi sér einungis framtíð meðal aldraðra sem hafa í mörgu aðrar þarfir og önnur hugðarefni en ungir einstaklingar. Þetta fólk þarfnast sérsniðinna og annarra úrræða en í boði eru í dag, og er nauðsynlegt að gera þar á bragarbót sem fyrst. Slík bót mun einnig auka möguleika hundruða aldraðra sem nú bíða vistunar.