Heilsugæslulæknar á Suðurnesjum

Miðvikudaginn 30. október 2002, kl. 13:38:28 (758)

2002-10-30 13:38:28# 128. lþ. 17.91 fundur 195#B heilsugæslulæknar á Suðurnesjum# (aths. um störf þingsins), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 17. fundur, 128. lþ.

[13:38]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Það er rétt sem hv. 6. þm. Reykn. sagði. Hann bað mig um utandagskrárumræðu um þetta mál á morgun klukkan hálftvö. Ég hafði að sjálfsögðu búið mig undir það. Einnig var ég látinn vita að spurt yrði um þetta mál í upphafi þingfundar. Ég stóð í þeirri meiningu að ég ætti engra kosta völ í því efni.

Ég ætla aftur á móti ekki í efnislega umræðu um málið. Það er ekki ástæða til þess. Ég vil bara segja að ég og mínir menn erum að vinna í því í dag. Ég hef beðið framkvæmdastjóra viðkomandi heilsugæslustöðva, fulltrúa ráðuneytisins og stjórnarformenn að ræða við viðkomandi lækna. Þær viðræður standa yfir. Ég vil svo aftur ræða málið efnislega í utandagskrárumræðunni sem ég var búinn að búa mig undir og er að búa mig undir.