Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 11:53:52 (816)

2002-10-31 11:53:52# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[11:53]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ósköp einfalt. Sveitarfélögin heima fyrir, sjávarbyggðirnar og stjórn þeirra ráða því sem í þeirra hlut kemur samkvæmt okkar tillögum og þriðjungur fer á markað. Þannig er það.

Það sem ég sagði var að ég teldi að uppboðsleið á öllum veiðiheimildum mundi hafa svipaðar eða álíka afleiðingar og fiskveiðistjórnarkerfið sem við vinnum eftir í dag. Svo einfalt er það. Það mun leiða til samþjöppunar og áfram leiða til fækkunar og stækkunar fyrirtækja. Ég er þeirrar skoðunar og þess vegna höfum við keyrt inn á byggðatenginguna sem grunnvörn sjávarbyggða um allt land.