Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 31. október 2002, kl. 14:42:05 (845)

2002-10-31 14:42:05# 128. lþ. 19.1 fundur 244. mál: #A stjórn fiskveiða# (flutningur aflaheimilda milli ára) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 19. fundur, 128. lþ.

[14:42]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Frv. lýtur ekki beint að þorskeldi. Það er misskilningur hjá hv. þm. Það fjallar um úthlutun heimilda til þess að fara inn í þorskeldi, en fjallar að öðru leyti ekkert um þorskeldið. Allt gott skal segja um þorskeldið síðan og við styðjum það.

En það var þó virðingarvert hjá hv. þm. að viðurkenna og deila áhyggjum af fiskveiðistjórnkerfinu og hvernig það leikur einmitt byggðirnar á Reykjanesinu, á suðvesturhorninu ekkert síður en á Vestfjörðum. Þetta frv. lýtur einmitt að því að bæta göt og rimpa nokkur spor í götótt fiskveiðistjórnkerfi. Ég hygg að hv. þm. verði krafinn frekari svara bæði í Grindavík og Sandgerði og víðar um stefnuna í fiskveiðistjórnarmálum og hvernig kerfið virkar nú gagnvart þessum byggðarlögum.