Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:11:25 (934)

2002-11-01 14:11:25# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:11]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að reyna að taka þessu af einhverri alvöru, nema þetta hafi verið meint sem grín. Þannig hljómar það. ,,Vegna þess að illa hafi verið staðið að sölu á almannaeignum þá sýni það að ríkinu og hinu opinbera sé ekki treystandi.`` Ég er að gagnrýna hv. þm. sjálfan. Ég er að gagnrýna ríkisstjórnina. Ég er að gagnrýna Sjálfstfl. og Framsfl. og meiri hlutann á Alþingi, hvernig hann hefur staðið að málum og haldið á hagsmunum Alþingis. Ég er að tala um pólitíska ábyrgð þessara aðila og hvernig þeir hafa farið með þá ábyrgð.

Ein spurning undir lokin til hv. þm. er þessi: Í hvaða efnum hefur stefna Sjálfstfl. þurft að víkja fyrir stefnu Framsfl.?