Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:46:00 (939)

2002-11-01 14:46:00# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:46]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin sem hún gaf hér áðan. Ástæðan fyrir því hve vextir eru háir hér er sú, að því er mér skildist á ráðherranum, hvað efnahagskerfið er lítið og að ekki er hægt að bera efnahagskerfið hér saman við efnahagskerfið í Japan og það er náttúrlega alveg rétt. En ég var nú bara að benda á að bankarnir fengju fjármagn frá útlöndum á lágum vöxtum og lánuðu það svo á mjög háum. Er þá vandamálið krónan í þessu tilliti og seðlabankakerfið allt hjá okkur?

Því spyr ég ráðherrann hvort hún telji að vextir mundu lækka á Íslandi og verðbætur afnemast ef við tækjum upp evruna.