Fjölgun fjárnáma og gjaldþrota

Mánudaginn 04. nóvember 2002, kl. 15:09:57 (981)

2002-11-04 15:09:57# 128. lþ. 21.1 fundur 205#B fjölgun fjárnáma og gjaldþrota# (óundirbúin fsp.), KVM
[prenta uppsett í dálka] 21. fundur, 128. lþ.

[15:09]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. fyrir svörin. Ég vona að það sé þannig að bankarnir séu að taka sig á í þessum efnum. Það er alveg ljóst samkvæmt þessum tölum sem ég tel vera ábyggilegar að staðan er mjög slæm. Ég minni á að fyrir þinginu liggur einmitt frv. um ábyrgðarmenn á lánum þar sem gert er ráð fyrr því að góðar og gildar reglur séu um það hverjir eiga að skrifa upp á lán og hverjir ekki. Helst er miðað við að það sé ekki gert almennt heldur að til viðskiptanna sé stofnað á forsendum viðskiptanna sjálfra, svo að ég orði það þannig, frekar en á þeim forsendum að einhver annar skrifi upp á fyrirtæki sem verið er að fara í.