Grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 14:19:02 (1035)

2002-11-05 14:19:02# 128. lþ. 22.7 fundur 27. mál: #A grunngögn um náttúru landsins og náttúrufarskort# þál., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[14:19]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá hv. þm. að erlendis sé þetta gert með öðrum hætti og framkvæmdaraðilinn beri þar ekki þennan kostnað. Í þeim tilfellum sem ég þekki erlendis ber framkvæmdaraðilinn allan þennan kostnað. (BH: Nei.) Þessi grunnþáttur sem hv. þm. á við er væntanlega skipulagsmálin sjálf sem eru af hálfu sveitarfélaganna fyrir fram ákveðin. Í þeim kemur fram á hvernig landi byggt er. Þar er í raun farið mjög létt í sakirnar og ekki gerðar grunnrannsóknir heldur farið yfir almennar rannsóknir sem hvort sem er liggja fyrir. Maður verður ekki var við að framkvæmdaraðilinn losni við að gera umhverfismat að miklu leyti. Ég hef alla vega ekki séð það hjá erlendum aðilum að þannig sé farið að. Það kemur þá bara í ljós ef svo er.