Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:27:17 (1069)

2002-11-05 16:27:17# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:27]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í sambandi við atvinnuþróunarfélögin þá hafa þau fengið fjármagn í gegnum Byggðastofnun. Það er rétt hjá hv. þm. að þau framlög hafa ekki hækkað í samræmi við verðlagshækkanir þó að það sé kannski ekki rétt að þau hafi lækkað, en engu að síður er þetta svona. Að hluta til er þetta vegna þess að í fjmrn. hefur ekki verið tekið tillit til þess, ekki verið nægilega góður skilningur á því að þarna hafi þurft að færa upphæðir í samræmi við verðlag. Ég tel að það hafi náðst ákveðið samkomulag milli ráðuneytanna um að tekið verði á þessu að þetta verði leiðrétt. Ég tel að þarna sé um 20 millj. að ræða sem í raun þyrftu að bætast við til að þetta verði viðunandi.