Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:34:39 (1076)

2002-11-05 16:34:39# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:34]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ef hv. þm. er að meina það að kollvarpa skuli fiskveiðistjórnarkerfinu er ég ekki tilbúin til þess að segja að ég vilji gera það. Ég tel að þótt það fiskveiðistjórnarkerfi sem við búum við sé vissulega gallað sé það miklu frekar gott kerfi og að ekki sé hægt, því miður, þó að það væri freistandi að laga það þannig eftir þörf hvers staðar fyrir sig að það gæti þá borið sig og skilað hagnaði. Þetta er sannfæring mín og kannski erum við þar ósammála.

Eins og ég sagði áðan skiptir gífurlegu máli fyrir landsbyggðina að sjávarútvegurinn sé rekinn með hagnaði, eins og hann er almennt núna, og það hefur ekki lítil áhrif á aðra þætti.