Ójafnvægi í byggðamálum

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 16:36:29 (1078)

2002-11-05 16:36:29# 128. lþ. 22.8 fundur 29. mál: #A ójafnvægi í byggðamálum# þál., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[16:36]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég var óánægður með framsetningu hæstv. ráðherra áðan varðandi framkvæmd byggðaáætlunar. Auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir því að málin heyra undir hin ýmsu ráðuneyti en eins og málið var lagt fram á hinu háa Alþingi var það nýmæli, að ég taldi, a.m.k. miðað við ræður hæstv. iðn.- og viðskrh., að hér ætti að beita tólum til þess að fylgja málum eftir. Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra í framhaldi af því sem hún sagði áðan: Hefur verið haldinn samráðsfundur, t.d. ráðuneyta, nú við gerð fjárlaga og farið yfir stöðu ráðuneytanna? Hefur t.d. verið kortlagt hvernig eða hvar er staðið að eflingu Eyjafjarðarsvæðis í fjárlögum 2003?