Verðmyndun á innfluttu sementi

Þriðjudaginn 05. nóvember 2002, kl. 18:01:11 (1095)

2002-11-05 18:01:11# 128. lþ. 22.9 fundur 32. mál: #A verðmyndun á innfluttu sementi# þál., 133. mál: #A framtíðarhlutverk Sementsverksmiðjunnar hf.# þál., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 128. lþ.

[18:01]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. ,,Sýna spilin``, segir hv. þm. Það er nú þannig að ekki verða öll mál leyst úr ræðustól á Alþingi.

Eins og kom fram í ræðu minni þá eru þessi mál í farvegi og hjá réttum yfirvöldum sem um þau fjalla. Þá er ég að tala um samkeppnisyfirvöld hér og Eftirlitsstofnun EFTA. En segja má að það taki nokkuð langan tíma og það þykir mér miður.

Það sem ég hef haft að leiðarljósi er ekkert langt frá því sem hv. þm. talaði um hér. Mér finnst mikilvægt, miðað við að ekki er um einokun að ræða hér lengur, að samkeppni sé tryggð á markaðnum. En við þekkjum söguna. Við þekkjum hvaða aðstæður ríkja. Við vitum um það. Málið er ekki einfalt. Engu að síður þarf að taka á því og við vinnum með það að leiðarljósi í ráðuneytinu.