Bygging menningarhúsa á landsbyggðinni

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 14:00:07 (1105)

2002-11-06 14:00:07# 128. lþ. 24.2 fundur 92. mál: #A bygging menningarhúsa á landsbyggðinni# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[14:00]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni fyrir að koma með þessa fyrirspurn. Það er mjög gott að vekja athygli á þessu núna, einmitt á þessum tíma, því nú fara að verða komin akkúrat fjögur ár síðan sýningin mikla átti sér stað.

Það gladdi mig að heyra hæstv. ráðherra segja frá því sem lýtur að mínu kjördæmi, á Vestfjörðum, þ.e. að viðræður séu í gangi vegna tónlistarsalarins, sjúkrahússins og Edinborgarhússins.

Ég vona að drifið verði í þessu og farið að gera eitthvað í málinu þannig að orðin verði að efndum. Ég reikna með því að eitthvað verði úr þessu fyrir næstu kosningar og er það þá vel.