Framhaldsskóli á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 14:14:27 (1110)

2002-11-06 14:14:27# 128. lþ. 24.3 fundur 113. mál: #A framhaldsskóli á Snæfellsnesi# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[14:14]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Þetta eru náttúrlega dapurleg tíðindi. Þarna erum við að tala um Hellissand, við erum að tala um Rif, við erum að tala um Ólafsvík, við erum að tala um Grundarfjörð og við erum að tala um Stykkishólm. Við erum að tala um skóla fyrir öll þessi byggðarlög. Það er alveg með eindæmum að þess eigi ekki að sjá stað í fjárlögunum núna að framlög komi til þessa skóla. Á sama tíma talar hæstv. ráðherra um það að menntamál séu eitt mikilvægasta byggðamálið. (Gripið fram í: Það er rétt.) Hvers vegna eru þá ekki lagðir peningar í það, bara núll?

Þetta er algerlega óásættanlegt, sérstaklega þegar verið er að tala um forvarnir og annað. Hvar eru mestu gildrurnar fyrir unglingana í dag í sambandi við eiturlyfin, brennivínið og allt það? Það er þegar þeir eru ekki heima hjá sér og eru ekki undir vernd heimilanna. Ég óska eftir því að þetta verði snarlega endurskoðað í fjárlögunum.