Leyniþjónusta

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 15:51:44 (1148)

2002-11-06 15:51:44# 128. lþ. 24.9 fundur 136. mál: #A leyniþjónusta# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[15:51]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Ég var sleginn nokkrum óhug þegar þetta tal um leynilögreglu byrjaði og ég rakti það allt saman inn fyrir veggi dómsmrn. Ég vil að það komi alveg skýrt fram að ég er á móti því að Íslendingar setji upp leyniþjónustu.

Hæstv. dómsmrh. sagði að í reynd væri umræðan á þessu stigi ekki önnur en sú að koma upp eftirliti með því hvernig menn fylgja og notfæra sér núverandi valdheimildir á þessu sviði. Það finnst mér vera allt annað en að setja upp einhvers konar leyniþjónustu. Ég tel af hinu góða að fylgjast með því hvernig embættismenn fara núna með þær heimildir sem er að finna í lögum. Ég get því út af fyrir sig tekið undir að það er nauðsynlegt að ræða það að setja upp með einhverjum hætti þingkjörna nefnd til að fylgja því eftir en ég er alfarið á móti því að samþykkt verði frv. sem gefur ríkinu auknar heimildir til þess að fylgjast með þegnum sínum.